Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 43
sú skylda að vinna ákveðinn tímafjölda, launalaust og í frítíma sínum, að verkefnum, sem koma þjóðfélaginu að gagni. Að mínu áliti er því engum vafa undirorpið, að með umræddum lögum um breytingu á lögum um fangelsi og fangavist er, með því að ákveða að samfé- lagsþjónusta sé hluti af fullnustukerfi landsins, verið að nefna hlutina öðrum nöfnum, en þeir heita í raun og veru. Þar sem um ákvörðun viðurlaga við afbroti er að ræða, liggur það í hlutarins eðli, að það er hlutverk dómsvaldsins, en ekki framkvæmdavaldsins, að kveða á um, hvaða refsitegund er við hæfi hverju sinni, enda hefur það ekki hvarflað að löggjafarstofnunum annarra Evrópuþjóða að fela öðrum en dómstólum þetta vald. 4. MÁLSMEÐFERÐ Samkvæmt 4. gr. laga nr. 123/1997, sbr. b. lið 23. gr. laga nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist, er það í fyrsta lagi skilyrði þess, að samfélagsþjónusta komi til álita, að dómþoli óski sjálfur eftir því skriflega við fangelsismálastofn- un, í öðru lagi, að hann eigi ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum, þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað og í þriðja lagi, að dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu. Ekki verður séð, að gert sé ráð fyrir sérstakri málsmeðferð, eftir að beiðni um samfélagsþjónustu hefur komið fram, eða málflutningi um, hvort slík beiðni skuli tekin til greina eður ei. Gefst ákæruvaldinu, sem fyrirsvarsaðila almannavalds í landinu, þannig ekki færi á að tjá afstöðu sína til slíkrar beiðni, heldur er um einhliða ákvörðun stjórnvalds- ins að ræða. Heimilt er að skjóta þeirri ákvörðun til dómsmálaráðherra, sem samkvæmt lögunum kveður upp fullnaðarúrskurð í málinu. í þessu sambandi má benda á, að hvarvetna, þar sem samfélagsþjónusta hefur verið tekin upp í Evrópu sem ein tegund refsinga, fer að sjálfsögðu fram vönduð málsmeðferð fyrir hlutlausum dómstóli um, hvort slíkt úrræði, eða eitthvert annað, sé viðeig- andi. Við þá meðferð koma fram öll sjónarmið ákæruvalds og sakbornings um ofangreint álitaefni. 5. ROF Á SKILYRÐUM SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU I 26. gr. laganna um fangelsi og fangavist, eins og þeim var breytt með 4. gr. laga nr. 123/1997, er fjallað um rof á skilyrðum samfélagsþjónustu, en rjúfi dómþoli skilyrðin, eða sinni ekki samfélagsþjónustunni með fullnægjandi hætti, ákveður fangelsismálastofnun, hvort skilyrðum hennar skuli breytt, tími, sem samfélagsþjónusta er innt af hendi, skuli lengdur, eða hvort refsivist skuli afplánuð. Komi til þess, að dómþoli verði kærður fyrir að hafa framið refsiverð- an verknað, eftir að ákveðið er að fullnusta refsivist með samfélagsþjónustu, getur fangelsismálastofnun ákveðið, að ákvörðun um fullnustu refsivistar með samfélagsþjónustu verði afturkölluð og dómþoli afpláni refsivistina. Þegar rof á skilyrðum samfélagsþjónustu eða meint afbrot er ekki alvarlegt eða ítrekað skal veita áminningu, áður en ákveðið er, að refsivist skuli afplánuð. I athuga- 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.