Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 69
fundar þar sem allir félagsmenn njóta réttar til fundarsetu, málfrelsis og atkvæðisréttar og meiri hluti þeirra ræður úrslitum. Starfsemi og skipulagi lögmannafélagsins hefur verið hagað eins og í al- mennum félögum sem stofnuð eru til að gæta stéttarhagsmuna. Meiri hluti fé- lagsmanna lögmannafélagsins hefur ráðið skipan og starfsemi þess og félagið hefur í raun starfað eins og frjálst fagfélag. Auk þess að standa undir útgjöldum vegna lögákveðins hlutverks hefur fjármunum félagsins og þar með félags- gjöldum m.a. verið varið til námskeiðahalds, málþinga, bókaútgáfu, skemmt- ana, kaupa á sumarhúsum og reksturs bókasafns. Félagið hefur einnig styrkt ýmsa aðila t.d. Amnesty Intemational, Norrænu málflutningskeppnina og Mannréttindaskrifstofu íslands og einnig gerst aðili að ýmsum samtökum, bæði innlendum og erlendum. Með ákvörðun meiri hluta félagsmanna hefur félags- mönnum einnig verið gert skylt að greiða svokallað málagjald23 en hluti þess hefur runnið í ábyrgðarsjóð sem greitt hefur verið úr til umbjóðenda lögmanna sem orðið hafa fyrir tjóni vegna saknæms hátternis þeirra eða fulltrúa þeirra. 4.3 Lögmannafélagsmálið Eins og nú hefur verið lýst þá hefur lögmannafélagið notið ríks sjálfræðis um tilgang, skipulag og réttarstöðu félagsmanna samkvæmt lögum nr. 61/1942 á sama tíma og lögin mörkuðu félaginu stöðu lögákveðinna fagsamtaka með hlutverk að opinberum rétti og skylduaðild lögmanna. Þetta var vandamálið sem Hæstiréttur þurfti að leysa úr í lögmannafélagsmálinu og nú verður gerð grein fyrir. 4.3.1 Atvik málsins og niðurstaða Hæstaréttar f málinu var deilt um lögmæti þess að krefja félagsmann í lögmannafélaginu um félagsgjöld sem að einhverju leyti kynni að vera varið til annarra verkefna en beinlínis leiddu af verkefnum þess samkvæmt lögum nr. 61/1942. Atvik málsins voru þau að lögmaðurinn K hafði ekki greitt félagsgjöld til félagsins vegna áranna 1993, 1994 og 1995. Lögmannafélagið höfðaði þess vegna mál á hendur honum til greiðslu vangoldinna félagsgjalda. Krafan var byggð á ákvæðum samþykkta og ákvörðun aðalfundar um fjárhæð gjaldsins sem hafði verið staðfest af dómsmálaráðherra í samræmi við 7. gr. laga nr. 61/1942. K krafðist sýknu en til vara að krafa félagsins yrði skuldajöfnuð með eignarhluta hans í félagsmálaeignum félagsins. Ágreining K við félagið má rekja til atvika sem áttu sér stað á aðalfundi félagsins árið 1994 þar sem m.a. voru greidd atkvæði um fjárhæð félagsgjalda. Að sögn K hafði hann mætt á aðalfund það ár en verið meinað að neyta atkvæð- 23 Samkvæmt 17. gr. samþykkta félagsins greiðir hver félagsmaður gjald (málagjald) af hverju því máli er hann þingfestir í héraði eða fyrir Hæstarétti. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.