Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 36
ígildi dómstóls. Hér hljóta aðrir læknar að geta haft sínar skoðanir óháð miska- töflunni. Sú er líka raunin. Dómkvaddir matsmenn hafa ekki fylgt töflu örorkunefndar í mötum sínum. Einnig er ákaflega óeðlilegt að sami aðili og ákvarðar miska og örorkustig semji líka þær töflur sem ákvarðanimar byggjast á. Slíkt fær örorkunefnd allt of mikið vald. Þá er vandséð hvað örorkunefnd eiginlega er, hvers konar stjómvald. Má kæra ákvarðanir hennar til ráðherra? Þarf mat dómkvaddra matsmanna til að hnekkja ákvörðun hennar eða nægir að læknir eða læknar sitji í dómi? 11.3 Endurupptaka eldri mála Eins og fram kemur í þessari grein og fyrmefndum greinum þeirra Gests og Gunnlaugs er óhjákvæmilegt að breyta ákvæðum skaðabótalaga til að tjón slasaðra sé bætt að fullu og hinum slösuðu ekki mismunað annað hvort eftir aldri eða því hvort þeir stunda launaða vinnu eða ekki þegar slysið verður. Lögin og framkvæmd þeirra hefur verið með þeim hætti að einhver hundruð einstaklinga sitja eftir með smánarbætur fyrir alvarlega lrkamsskaða. Það er algerlega óviðunandi ef í ljós kemur að þessir áverkar koma til með að hafa meiri afleiðingar á vinnugetu hins slasaða en fram kom í álitsgerð örorku- nefndar eða ef það reynist vera rétt sem vísbendingar eru um og nefndar eru í þessari grein að örorkunefnd hafi í störfum sínum vanmetið bæði miska og varanlega örorku slasaðra. Af þessu leiðir að óhjákvæmilegt er að hafa í lögunum ákvæði til bráða- birgða um rýmri endurupptökurétt mála heldur en er í 11. grein laganna vegna slysa sem urðu og verða frá gildistöku laganna 1. júlí 1993 þar til ný lög taka gildi. 11.4 Skaðabótalög og ákvæði stjórnarskrár Að því hefur verið ýjað og einhver dómsmál þegar farið af stað þar sem byggt er á því að tilteknar greinar skaðabótalaga séu í andstöðu við stjórnarskrá Lýðveldisins Islands. Það ætti að vera óumdeilt eftir ítarlega umfjöllun og rök- stuðning þeirra Gests og Gunnlaugs að 6. grein laganna bætir ekki fjártjón slasaðs manns að fullu. Jafnljóst er að 8. grein felur í sér mismunun slasaðra eftir aldri og eftir því hvort þeir hafa fyrir slys aflað tekna með vinnu sinni eða ekki. Einfalt dæmi: Jón og Páll eru tvíburabræður, synir togaraskipstjóra á Akur- eyri. Þeir ætla báðir að leggja fyrir sig sjómennsku og hafa starfað við það á sumrin. Hvorugur þeirra er mikill bóknámsmaður. Páll hóf störf sem háseti 16 ára strax að loknu grunnskólaprófi. Arslaun Páls eru kr. 4.000.000. Jón vildi ljúka stúdentsprófinu áður en hann færi alveg á sjóinn. Þeir slasast báðir 19 ára 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.