Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 21
Þá er ekki útskýrð sú ályktun að þetta leiði beint til þeirrar niðurstöðu að skipa þurfi sérstaka örorkunefnd eins og lagt var til í frumvarpinu og raunin varð, sbr. orðin, „hér er því lagt til“. Vandséð er að þetta fyrirkomulag „sé í grundvallaratriðum í samræmi við það sem gerist í nágrannaríkjunum“. I Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi er þetta mat á miska og örorku í höndum lækna en í Danmörku er u.þ.b. 10% ákvarðana þeirra skotið til Arbejdsskadestyrelsen svo sem lýst er að framan. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru slík málskot enn fátíðari. Sem dæmi má nefna að í Noregi afgreiddi úrskurðarnefnd Sambands norskra tryggingafélaga og Norska læknafélagsins um hálshnykksáverka 51 mál árin 1991-1994, sbr. NOU 1994:20, bls. 108. I athugasemdum með frumvarpinu er því svo spáð að búast megi við „að mjög mörgum málum verði skotið til örorkunefndar“. Ekki er þess getið á hverju þessi spádómur byggist en hann rættist. 7.4 Skipan örorkunefndar Dómsmálaráðherra skipaði örorkunefnd í júlí 1993. Brá þá ýmsum í brún, a.m.k. þeim lögmönnum sem áttu þá í baráttu við vátryggingafélögin fyrir sína skjólstæðinga vegna verklagsreglnanna. I nefndina voru skipaðir sem aðal- og varamenn læknarnir dr. Brynjólfur Mogensen, dr. Gísli Einarsson, Magnús Olason og Magnús Páll Albertsson. Kærðu fimm lögmenn, Jón Steinar Gunnlaugsson, Atli Gíslason, Viðar Már Matthíasson og Sigurður G. Guðjónsson ásamt greinarhöfundi, skipan þeirra Brynjólfs og Gísla til umboðsmanns Alþingis hinn 22. september 1993. Ástæð- an var einkum sú staðreynd að þessir læknar höfðu báðir gegnt trúnaðarstörfum fyrir vátryggingafélög, Brynjólfur fyrir Vátryggingafélag Islands hf. og Gísli fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Einnig var bent á að óheppilegt væri að yfirlæknir Slysadeildar Borgarspítala sæti í örorkunefnd. Umboðsmaður synjaði kærunni með þessum orðum: Með tilliti til þeirra gagna, sem fyrir mig hafa verið lögð, verður ekki séð, að lækn- arnir Brynjólfur Mogensen og Gísli Einarsson verði fyrirsjáanlega vanhæfir til með- ferðar svo margra mála, sem fyrir örorkunefnd munu koma, að telja beri þá almennt vanhæfa til setu í örorkunefnd. Greinarhöfundur hefur bæði fyrr og síðar séð meiri sannfæringu og betri rök fyrir niðurstöðu í álitsgerðum umboðsmanns. En þar var þó að finna athyglis- verðar hugleiðingar. Á bls. 12 segir: Tilvísun skaðabótalaga nr. 50/1993 í 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála miðar ekki eingöngu að því að hindra að óviðkomandi sjónarmið hafi áhrif á ákvarð- anir örorkunefndar, heldur einnig að koma í veg fyrir að almenningur eða þeir, sem 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.