Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 50
á því hjá móður að framfylgja honum. Að lokum fór maðurinn til sýslumanns og óskaði eftir því að hann úrskurðaði dagsektir á konuna. Ekki var gerð sérstök bókun urn þessa kröfu mannsins hjá sýslumanni en það ekki talið valda því að málið væri ekki kæranlegt til ráðuneytisins þar sem sýslumaður hafði gefið skriflegan rökstuðning fyrir synjun sinni til lögmanns mannsins. Var synjun sýslumannsins reist á því að sáttir gætu ekki verið grundvöllur dagsekta þar sem lagaskilyrði vantaði. Var manninum því neitað um réttarfars- úrræði sem 38. gr. barnalaga nr. 20/1992 veitir. I úrskurði sýslumanns segir að samkvæmt 37. gr. bamalaga nr. 20/1992 eigi bam rétt á umgengni við það foreldri sitt sem ekki fari með forsjá þess og gangkvæmt. Gert er ráð fyrir því sem meginreglu í lagaákvæðinu að foreldrar semji sín á milli um um- gengnisrétt enda mun vera algengast að umgengni geti gengið fyrir sig án íhlutunar annarra. Sýslumaður getur staðfest samning foreldra en staðfesting samnings er þó ekki skilyrði fyrir gildi hans. í þeim undantekningartilvikum að ekki tekst að ná sátt- um með aðilum varðandi umgengni skal sýslumaður úrskurða í málinu að kröfu aðila. Ennfremur að í 38. gr. barnalaga segi m.a.: „Nú tálmar foreldri, sem hefur forsjá barns, hinu foreldrinu að njóta umgengnisréttar við barnið er úrskurðaður hefur verið og getur sýslumaður þá að kröfu þess skyldað þann sem með forsjá barnsins fer til að láta af tálmunum að viðlögðum dagsektum að fjárhæð allt að kr. 5.000. Dagsektir verða eigi lagðar á fyrr en að liðnum málskotsfresti þeim er greinir í 74. gr. eða fyrr en úrskurður ráðuneytisins um umgengni er genginn ef máli hefur verið skotið þang- að. Dagsektir skal ákveða með úrskurði en gefa skal þeim sem með forsjá barnsins fer, kost á að tala máli sínu áður en hann er kveðinn upp“. Segir áfram í úrskurðinum að eftir orðalagi ákvæðisins taki það eingöngu til þeirra tilvika þegar kveðið hefur verið á um umgengni forsjárlauss foreldris við bam í úr- skurði sýslumanns. Ákvæðið gefr ekki tilefni til rúmrar skýringar að þessu leyti eins og sést af því að tekið er fram að dagsektir verði ekki lagðar á fyrr en að liðnum málskotsfresti eða að gengnum úrskurði dómsmálaráðuneytisins um umgengni. Þannig er lagt til grundvallar og ítrekað að formleg ákvörðun sýslumanns um um- gengni liggi fyrir sem hægt er að bera undir æðra stjórnvald. Samninga foreldra um umgengni er ekki hægt að leggja fyrir dómsmálaráðuneytið til endurskoðunar þó svo að þeir hafi verið staðfestir af sýslumanni. Til stuðnings þessari skýringu vísast til eðlis þeirra mála sem um er að ræða og anda barnalaganna. Umgengnismál eru þess eðlis að fyllstu varkárni þarf að gæta í öllum aðgerðum þeim tengdum og krefjast hagsmunir barns sem í hlut á þess að til þrautar sé reynt að ná sáttum með aðilum áður en til annarra aðgerða er gripið til að knýja á um umgengni. Mikilvægi þess fyrir bam að sátt sé um umgengnismál er óumdeilt. Álagning dagsekta er síst til þess fallin að draga úr ágreiningi foreldra og gæti jafnvel orðið barni til tjóns. Til þessa úrræðis má því ekki grípa nema að vandlega athuguðu máli og sýnt verður að vera að aðrar leiðir séu ekki færar til að koma á umgengni, sbr. athugasemdir við 38. gr. í fmmvarpi til barnalaga. Vegna eðlis þeirra mála sem í hlut eiga hefur löggjafinn hafnað því að beita öðrum úrræðum en dagsektum til að knýja fram umgengni. Álagning dagsekta er hvorki refsing né annars konar viðurlög 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.