Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 4
s.s. mannfæð og skort á fé. En dugir það til frambúðar. Þarf ekki að verða hér
breyting á?
Fyrr var á það minnst að hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar þjóðarinnar til að
setja lög, alþingismenn, hefðu tæpast möguleika á því að fylgjast nægilega
grannt með allri lagasetningu. Það er því yfirleitt þýðingarmikið að við undir-
búning lagafrumvarpa hafi fulltrúar þeirra aðila sem lögin snerta mest tækifæri
til að koma að samningu þeirra í því skyni að koma að sjónarmiðum sínum eða
a.m.k. fá tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þá sem
lagafrumvörp semja. Það er ekki nægilegt að þeir fái tækifæri til þess þegar
frumvarp er komið til meðferðar á Alþingi, þá er sjaldnast hægt að breyta
nokkru sem máli skiptir.
Um fátt hefur meira verið rætt og ritað á þessu hausti en gagnagrunnsfrum-
varpið svonefnda. Þar sýnist sitt hverjum og vafalaust að lög á þessu sviði verða
ekki svo úr garði gerð að allir verði ásáttir um ágæti þeirra. Þótt svo verði er við
umræðuna sá kostur að þeir sem lagasetningunni eru mótfallnir hafa átt mögu-
leika til að láta í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum og hafa með
þeim hætti fengið tækifæri til þess að beita þeim áhrifum sem umræða getur
haft. Til allrar hamingju varð ekki af þeirri fyrirætlan stjómvalda að „keyra
frumvarpið í gegn um þingið“ á síðustu vordögum, svo að notað sé kunnuglegt
orðalag. Hætt er við að þeir sem telja rétt að fmmvarpið verði að lögum væru
þá í mun verri stöðu en þeir verða að frumvarpinu samþykktu eftir þá umræðu
sem fram hefur farið. Þessi frestun á málinu hefur örugglega verið heilladrjúg
°g löggjafanum til sóma.
A miðju ári 1993 tóku skaðabótalögin nr. 50/1993 gildi og átti sú lagasetning
sér ekki mjög langan aðdraganda. Ekki þarf hér að eyða orðurn að því um hve
þýðingarmikið réttarsvið er að ræða, en hér skal enginn dómur á það lagður
hvort lögin út af fyrir sig eru góð eða vond. Það má örugglega færa gild rök að
því að um sé að ræða hin ágætustu lög. Staðreynd er hins vegar að einstök atriði
lagafrumvarpsins og síðan laganna sættu mikilli gagnrýni þegar í stað sem
leiddi til þess að á árinu 1996 vora samþykkt lög nr. 42/1996 til breytinga á
skaðabótalögunum, með gildistöku 1. júlí það ár. Jafnframt var með þeim
lögum ákveðið að dómsmálaráðherra skyldi skipa nefnd til að vinna að heildar-
endurskoðun á skaðabótalögunum og leggja fram fumvarp til breytinga á
lögunum eigi síðar en í október 1997. Sá frestur var framlengdur um eitt ár með
lögum nr. 149/1997.
Með breytingalögunum nr. 42/1996 var margföldunartala árslauna tjónþola
hækkuð úr 7,5 í 10 sem þýddi almennt að sá sem varð fyrir slysi sem leiddi til
örorku 1. júlí 1996 mátti eiga að öðru jöfnu von á þriðjungi hærri bótum en sá
sem varð fyrir sams konar slysi og örorku 30. júní sama ár. Eðlilega var látið á
það reyna fyrir dómstólum, m.a. með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar höfðu
verið á skaðabótalögunum, hvort tjónþoli hefði fengið fullar bætur í samræmi
við ákvæði stjórnarskrárinnar. Dómstólar töldu svo vera.
172