Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 43
sú skylda að vinna ákveðinn tímafjölda, launalaust og í frítíma sínum, að verkefnum,
sem koma þjóðfélaginu að gagni.
Að mínu áliti er því engum vafa undirorpið, að með umræddum lögum um
breytingu á lögum um fangelsi og fangavist er, með því að ákveða að samfé-
lagsþjónusta sé hluti af fullnustukerfi landsins, verið að nefna hlutina öðrum
nöfnum, en þeir heita í raun og veru. Þar sem um ákvörðun viðurlaga við afbroti
er að ræða, liggur það í hlutarins eðli, að það er hlutverk dómsvaldsins, en ekki
framkvæmdavaldsins, að kveða á um, hvaða refsitegund er við hæfi hverju
sinni, enda hefur það ekki hvarflað að löggjafarstofnunum annarra Evrópuþjóða
að fela öðrum en dómstólum þetta vald.
4. MÁLSMEÐFERÐ
Samkvæmt 4. gr. laga nr. 123/1997, sbr. b. lið 23. gr. laga nr. 48/1988 um
fangelsi og fangavist, er það í fyrsta lagi skilyrði þess, að samfélagsþjónusta
komi til álita, að dómþoli óski sjálfur eftir því skriflega við fangelsismálastofn-
un, í öðru lagi, að hann eigi ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða
dómstólum, þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað og í þriðja lagi,
að dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu. Ekki verður séð, að gert sé ráð
fyrir sérstakri málsmeðferð, eftir að beiðni um samfélagsþjónustu hefur komið
fram, eða málflutningi um, hvort slík beiðni skuli tekin til greina eður ei. Gefst
ákæruvaldinu, sem fyrirsvarsaðila almannavalds í landinu, þannig ekki færi á
að tjá afstöðu sína til slíkrar beiðni, heldur er um einhliða ákvörðun stjórnvalds-
ins að ræða. Heimilt er að skjóta þeirri ákvörðun til dómsmálaráðherra, sem
samkvæmt lögunum kveður upp fullnaðarúrskurð í málinu. í þessu sambandi
má benda á, að hvarvetna, þar sem samfélagsþjónusta hefur verið tekin upp í
Evrópu sem ein tegund refsinga, fer að sjálfsögðu fram vönduð málsmeðferð
fyrir hlutlausum dómstóli um, hvort slíkt úrræði, eða eitthvert annað, sé viðeig-
andi. Við þá meðferð koma fram öll sjónarmið ákæruvalds og sakbornings um
ofangreint álitaefni.
5. ROF Á SKILYRÐUM SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU
I 26. gr. laganna um fangelsi og fangavist, eins og þeim var breytt með 4. gr.
laga nr. 123/1997, er fjallað um rof á skilyrðum samfélagsþjónustu, en rjúfi
dómþoli skilyrðin, eða sinni ekki samfélagsþjónustunni með fullnægjandi
hætti, ákveður fangelsismálastofnun, hvort skilyrðum hennar skuli breytt, tími,
sem samfélagsþjónusta er innt af hendi, skuli lengdur, eða hvort refsivist skuli
afplánuð. Komi til þess, að dómþoli verði kærður fyrir að hafa framið refsiverð-
an verknað, eftir að ákveðið er að fullnusta refsivist með samfélagsþjónustu,
getur fangelsismálastofnun ákveðið, að ákvörðun um fullnustu refsivistar með
samfélagsþjónustu verði afturkölluð og dómþoli afpláni refsivistina. Þegar rof
á skilyrðum samfélagsþjónustu eða meint afbrot er ekki alvarlegt eða ítrekað
skal veita áminningu, áður en ákveðið er, að refsivist skuli afplánuð. I athuga-
211