Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 77
hendi. Til þess hefði svo sannarlega verið tilefni í ljósi þess að í upphaflegu frumvarpi er komist að þeirri niðurstöðu að skylduaðild að lögmannafélaginu sé vafasöm vegna ákvæða 2. mgr. 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE. Það er sérkenni- legt að á sama tíma og lögmönnum er gert skylt að eiga áfram aðild að lög- mannafélaginu er agavaldið tekið af félaginu og falið sérstöku stjómvaldi sem stendur utan félagsins, þótt það sé í einhverjum tengslum við það miðað við 3. mgr. 3. gr. laganna. Það má spyrja hvort nauðsynlegt sé að skylda lögmenn til aðildar að félagi sem fer ekki með agavald yfir þeim eða aðrar valdheimildir samkvæmt lögum. Eftirlitshlutverk án agavalds gerir aðild ekki nauðsynlega. Ekki verður séð að það sé nauðsynlegt að skylda lögmenn til aðildar að lög- mannafélaginu þótt því sé falið að vera í forsvari fyrir þá, setja siðareglur og tryggja að menn fái notið aðstoðar lögmanna en sömu verkefni stóð til að fela félaginu samkvæmt upphaflegu frumvarpi þótt þar væri ekki gert ráð fyrir skylduaðild. Þess em fjölmörg dæmi í íslenskri löggjöf að félögum séu falin stjórnsýsluverkefni, gert að skipa fulltrúa í stjómsýslunefndir og veita umsagnir og gera tillögur um málefni á sviði opinbers réttar án þess að skylduaðild sé að þeim. Það má minna á að það skipti einmitt höfuðmáli um niðurstöðu mann- réttindadómstólsins í íslenska leigubílstjóramálinu að höfuðábyrgð á eftirliti með beitingu reglna um útgáfu atvinnuleyfa til handa leigubílstjórum var í höndum nefndar sem var skipuð af ráðherra og félagsaðild þótti engan veginn eina færa leiðin til að knýja leyfishafa til að gegna skyldum sínum.32 6. NIÐURLAG í íslenskum rétti er réttur manna til að standa utan félaga tryggður í 2. mgr. 74. gr. stjskr., eins og henni var breytt með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, og er þar um að ræða ríkari vemd en samkvæmt 11. gr. MSE eins og mannrétt- indadómstóllinn hefur skýrt ákvæðið. Réttur til að standa utan félaga tak- markast við „félög“ og því er nauðsynlegt að gera greinarmun á félögum og öðmm samtökum sem félagafrelsi tekur ekki til. I þessu ljósi hefur staða Lög- mannafélags Islands verið skoðuð. Þótt lögmannafélagið beri samkvæmt lögum nr. 61/1942 mörg einkenni lögbundinna fagsamtaka á sviði opinbers réttar verður ekki horft fram hjá því að skipan og starfsemi félagsins hefur verið hag- að eins og í almennum félögum. Félagið hefur starfað eins og hefðbundið fag- félag um stéttarhagsmuni og m.a. rekið starfsemi sem ekki beinlínis verður talin heyra undir lögmælt hlutverk þess samkvæmt lögum nr. 61/1942. Af dómi Hæstaréttar í lögmannafélagsmálinu má draga tvær ályktanir: Þvingun til þátttöku í starfsemi skylduaðildarfélaga er einskorðuð við lögmælt hlutverk og minni kröfur verða gerðar til félagsmanna þeirra um mótmæli á vettvangi félagsins ef út af bregður heldur en þegar í hlut eiga félög sem frjáls aðild er að. Eins og lýst hefur verið hér að framan getur þessi niðurstaða ekki 32 MDE 30. júnf 1993, Sigurður Á. Sigurjónsson gegn íslandi, Series A, no. 264 (§41). 245

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.