Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 6
fimm ár útskrifuðust úr deildinni allir þeir sem inngöngu sóttu í haust sem „framúrskarandi lögfræðingar sem geti skipað sér í fremstu röð á sínu sviði“. Fróðir menn segja hins vegar að við allar lagadeildir, sem vilja láta taka mark á sér, sé aðeins tvennt til, annað hvort að beitt sé ströngum inntökuskilyrðum eða nemendur verði að standast, fljótlega eftir upphaf náms, próf sem úrslitum ræður um hvort þeir fái að halda því áfram. Um námsskrá lagadeildar Háskóla Reykjavíkur er erfitt að mynda sér skoðun af þeirri einföldu ástæðu að eðlilega verður ekki glöggt séð af henni einni hvað stendur í raun að baki. Það er þó ljóst að almenn lögfræði á þar ekki upp á pallborðið því að kennsla í réttarheimildum og lögskýringum telur aðeins 4 einingar af 30 á fyrsta kennsluári. Lögvísindi telja aldur sinn ekki í öldum heldur árþúsundum. Ýmsar sígildar greinar lögfræðinnar hafa verið margfágaðar í áranna og aldanna rás. Fram hjá þeim verður aldrei gengið ætli menn sér að botna eitthvað í því hvað lögfræði í raun og veru er. Skiptar skoðanir geta verið á því hverjar greinar lögfræðinnar eru þýðingarmestar en sá sem þetta ritar vill taka undir með Gunnlaugi Claessen hæstaréttardómara sem sagði m.a. í erindi sínu á fundi í lagadeild Háskóla Islands um lagakennslu á nýrri öld sem haldinn var 1. mars sl.: Ég ætla að láta öðrum eftir að fella palladóma um störf okkar lögmanna og dómara og nálgast spuminguna um menntun og um leið hæfni okkar starfsmanna réttarkerfisins frekar í gegnum viðfangsefnin sjálf, þ.e.a.s. dómsmálin. Það má með vissum rétti segja að málin séu jafn fjölbreytileg og þau eru mörg, en sú lýsing dugar hins vegar skammt. Þegar að er gætt er hins vegar óhætt að segja að það, sem ég vil kalla grunngreinar lögfræðinnar, komi eins og rauður þráður í gegnum öll dómsmál með meiri eða minni þunga. Það, sem ég sé fyrir mér sem grunngreinar lögfræðinnar, eru auk sjálfrar almennu lögfræðinnar, með sína réttarheimildafræði, lögskýringar og réttarheimspeki, einnig kröfuréttur, skaðabótaréttur, refsiréttur, stjómsýsluréttur og réttarfar. Síðast- nefndu greinina reynir auðvitað á undantekningarlaust í öllum dómsmálum, en hinar grunngreinamar brjóta sér leið í gegnum flest dómsmál með einum eða öðmm hætti. Það reynir að sjálfsögðu stundum einnig á aðrar greinar lögfræðinnar í dómsmálum en sjaldnar þó, og það sama á við um nýjar greinar sem hafa komið til sögunnar á seinni árum og lagadeildin hefur sinnt, að mér skilst eins og kostur hefur verið. Hér talar lögfræðingur sem fengist hefur bæði við lögmennsku og dómstörf um áratugaskeið. Þetta breytir að sjálfsögðu ekki því að kennsla í nýjum grein- um lögfræðinnar er nauðsynleg en grunninum má þó ekki gleyma. Það skyldu allir hafa í huga sem ætla sér að útskrifa lögfræðinga sem að gagni mega koma, svo að ekki sé talað um „framúrskarandi lögfræðinga". Það er engin ástæða til annars en að óska lagadeild Háskóla Reykjavíkur velfamaðar í störfum af heilum hug. A það skal hins vegar bent að menn sanna sig ekki með auglýsingum og yfirlýsingum eða með því að reyna að gera lítið úr starfi annarra sem stunda lagakennslu. Það verður aðeins gert með þrotlausu og árangursríku starfi. 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.