Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 8
réttarins með því að móta og setja reglur nema þá að óverulegu leyti. Nú er það
vart deiluntál lengur; raunar hefur hlutur dómstóla farið sívaxandi og liggja til
þess ýmsar ástæður sem vikið verður að síðar.1
I norrænni réttarheimildafræði hefur verið hefð fyrir því að skipta réttar-
heimildum í fjóra flokka, sett lög, þar með talin stjómvaldsfyrirmæli, venju,
fordæmi og eðli máls og nteginreglur laga. I reynd eru réttarheimildir fleiri og
sá veruleiki sem að baki býr þeim miklu flóknari. Með nokkrum rökum má þó
segja að allar réttarheimildir megi fella í einhvern framangreindra flokka, en
ekki er nauðsynlegt að fjalla frekar urn það hér.2
Ef þessi grófa og einfalda skipting er lögð til grundvallar má skipta þessum
fjómm flokkum réttarheimilda í tvennt, annars vegar sett lög og fordæmi; hins
vegar venju og eðli máls og meginreglur laga. I fyrri flokkinn falla réttar-
heimildir sem þær stofnanir hafa mótað sem fengið hefur verið það sérstaka
hlutverk í þjóðfélaginu og er þar helzt að nefna löggjafann og dómstólana.
Rætur þessara réttarheimilda liggja þá í mannasetningum sem stafa frá beinum,
formlegum ákvörðunum innan þessara stofnana. I síðari flokkinn falla hins
vegar réttarheimildir sem til hafa orðið án slíks ferlis.
2. ALLT VALD KEMUR FRÁ ÞJÓÐINNI
í lýðræðisþjóðfélögum er almennt viðurkennd meginregla að allt ríkisvald
komi frá þjóðinni, en það merkir að þangað sæki stjórnarstofnanir þjóðfélagsins
umboð sitt, ef ekki beint, þá að minnsta kosti óbeint. I sumum stjómarskrám er
1 Torstein Eckhoff: Rettskildelære. 3. utgave. Tano. Oslo 1993, bls. 175 o.áfr. Sjá einnig Karsten
Gaarder: „Domstolene og den alminnelige rettsutvikling". Den d0mmende makt. Domstolene og
rettsutviklingen 1814-1964 [...]. Utgitt av Den norske Dommerforening. Universitetsforlaget
[1967], bls. 225 o.áfr. Bernhard Gomard: „Et retspolitisk program for dommerskabt ret“.
Hpjesteret 1661-1986. Særudgave af Ugeskrift for Retsvæsen [...]. G E C Gads forlag 1986, bls.
45 o.áfr. Karl Larenz - Claus Wilhelm Canaris: Methodenlehre der Rechtswissenschaft. Dritte,
neu bearbeitete Auflage. Springer [1995], bls.189. Bernd Riithers: Rechtstheorie. [...]. C.H.
Beck’sche Verlagsbuchhandlung. Miinchen 1999, Rn. 239 o.áfr., 650 og 823. Um hlut dómstóla í
mótun réttar enskumælandi þjóða er tæplega þörf á að fjölyrða. Sjá t.d. Lloyd’s: Introduction to
Jurisprudence. Sixth Edition by M.D.A. Freeman [...]. London. Sweet and Maxwell Ltd. 1994, bls
1255 o.áfr., eink. 1283 o.áfr. H.A.L. Hart: The Concept of Law. Second Edition [...]. Oxford
University Press [1997], bls 132-35, 141-47, 272-73. Jacqueline Martin: The English Legal
System. [...]. Hodder & Stoughton [1997], bls. 31 o.áfr. Fleiri tilvísanir eru greininni „Hlutur
dómstóla í þróun réttarins" eftir Sigurð Líndal. Tímarit lögfræðinga. 45. árg. (1995), bls 292-300,
sjá tilvísunargrein 7, og greininni „Domstoles legitimasjon til á skape rett“. Ánd og rett. Festskrift
til Birger Stuevold Lassen pá 70-ársdagen 19. august 1997 [...]. Universitetsforlaget Oslo 1997,
bls. 687-94.
2 Torstein Eckhoff: Rettskildelære, bls. 17. Stig Strömholm: Ratt, rattskállor och rattstill-
ámpning. P A Norstedt & Söners förlag, Stockholm 1981, bls. 287 o.áfr. Preben Stuer Lauritzsen:
Om ret og retsvidenskab. Lærebog i almindelig retslære, 3. oplag. Gyldendal 1996, bls. 105. Jens
Evald: Retskildeme og den juridiske metode. 2. udgave. Jurist- og Okonomforbundets Forlag
2000, bls. 5 o.áfr.
102