Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 14
7. TILRAUNIR TIL AÐ SETJA ALLSHERJARLÖGBÆKUR Markmiðið var samkvæmt framansögðu að fella alla löggjöfina í eina lögbók, þannig að hún yrði sem skýrust og aðgengilegust öllum. Sett skyldi heilsteypt lögbók sem tæki yfir allan réttinn; hún skyldi vera skýr, einföld og auðskilin, þannig að öllum væri réttarstaða sín ljós. Slík lögbók veitti þegnunum vemd gegn mútuþægum dómurum og spilltum prókúratorum sem stunduðu iðju sína í skjóli óljósrar og ruglingslegrar löggjafar. „Fá en skynsamleg lög gera fólkið hamingju- samt. Mörg lög flækja réttinn", sagði Friðrik mikli Prússakonungur. Þessar hugmyndir féllu vel að þeirri stefnu sem bjó að baki hinu upplýsta einveldi, þar sem einvaldskonungurinn hafði einn vald til lagasetningar á grandvelli valdheimilda sinna, en skyldi beita því til almannaheilla. Afleiðingin var þessi: 1. Ekki var greint milli laga í þrengri merkingu og réttarskipunarinnar í heild. 2. Öðrum réttarheimildum var hafnað, sérstaklega venjurétti. 3. Lög skyldu samræmast anda þjóðarinnar. I samræmi við þetta skyldi lögbókin fullnægja þessum kröfum helztum: Lögbókin átti að taka á öllum álitaefnum, þannig að svörin mætti finna fyrir- fram. í anda landsföðurlegrar stefnu einvaldskonungsins átti lögbókin að vera mönnum fyrirmynd um hegðun og háttsemi í lífinu; hún átti að útiloka hvers konar geðþóttaákvarðanir. Lögbókin átti að fullnægja óskum, þörfum og menntun þegnanna; hún átti að vera skýrt og skilmerkilega orðuð, þannig að textinn væri öllum skiljanlegur. Textinn átti að einkennast af festu og varanleika, þannig að hann veitti þegn- unum raunhæfa vemd og liðkaði fyrir samskiptum manna. Hvers konar út- legging sem horfði til breytinga á textanum var bönnuð. Störf dómara voru takmörkuð við það eitt að heimfæra málavexti undir einstök lagaákvæði og þá í samræmi við vilja löggjafans. Enginn dómari mátti verða löggjafi þá væri hætta á geðþóttaákvörðunum og voðinn vís. Ef dómari var í vafa um dómsniðurstöðu þrátt fyrir skýr ákvæði átti hann þann kost einan að skjóta máli til löggjafans. Þetta er einkennandi fyrir réttarkerfi þar sem vilji hins einvalda löggjafa ræður. Öll túlkun er valdboðin; enginn munur var í reynd gerður á að setja lög og beita þeim.15 Eins og áður er tekið fram voru náttúraréttarhugmyndir upplýsingarinnar upphaflegur hvati að lögbókargerð, en síðar urðu hugmyndir hins bókstafs- tengda vildarréttar (Gesetzpositivismus) fræðilegur bakhjarl lögbókanna með stoð í alræði löggjafans,16 einkum í Þýzkalandi. Á þessum hugmyndum varð ekki veraleg breyting þótt lýðfrelsi ryddi sér til rúms seint á 18. öld og hinni 19. Sett lög héldu enn velli sem veigamesta réttarheimildin, en voru nú rakin til 15 Mayer-Maly: Rechtswissenschaft. 5. Auflage. R. Oldenburg Verlag. Miinchen, Wien [1991], bls. 61-62. 16 P. Caroni: „Kodifikation". Handwörterbuch zur deutschen Rechtsgeschichte II, d. 907-22. Mayer-Maly: Rechtswissenschaft, bls. 42-53. Scháfer: Grundlagen des Rechts, bls. 29-35. 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.