Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 16
1. Hætt er við að lög verði óhæfilega flókin og afleiðingin sú að þau verða
illskiljanleg; þau glata þeim eiginleikum sem að framan er lýst og missa
marks.
2. Lög kunna að vera til byrði og trafala, þau skerða ef til vill frelsi manna að
nauðsynjalausu og afleiðingin verður, að ekkert svigrúm verður til að
þegnar þjóðfélagsins geti mótað samskiptareglur sín í ntilli sem aðallega
birtast í venjum.
3. Lög í ríki sem fullnægja á kröfum réttarríkis í víðtækari - ekki eingöngu
formlegri merkingu, heldur einnig efnislegri merkingu orðsins - eiga ekki
eingöngu að standast framangreindar lágmarkskröfur, heldur eiga þau að
tryggja réttlæti. Réttlætishugtakið er flókið og í vissum skilningi mótsagna-
kennt. Lög er aldrei hægt að orða svo, að tekið sé á öllum álitaefnum sem við
blasa þegar fullnægja á réttlæti. Af því leiðir, að með lagaákvæðum er mörk-
uð meginstefna og sett almenn regla um samskipti manna sem einkennist af
staðalferli því sem áðurer lýst. Annars fer fjarri að þetta sé algilt, en máef til
vill segja að lög stefni fremur í þessa átt. Með nokkurri einföldun má segja að
með því séu hin almennu sjónarmið sem búa að baki gagnkvæmis- eða
jafnaðarréttlætinu - justitia commutativa - aðallega höfð að leiðarljósi, þar
sem áherzlan er á jafnvægi og jöfnuð í gagnkvæmum samskiptum.
4. Nútíma tækniþjóðfélag er svo flókið að nánast er ógerlegt að taka á öllum
álitaefnum með settum lagaákvæðum. Ef áherzlan liggur á ríkisafskipti og
félagshyggju tekur löggjafinn að seilast til sífellt fleiri og flóknari sviða
mannlífsins. Reglur eru settar til að stýra háttsemi manna, jafnvel öllu lífi í
þá átt sem valdhafar telja æskilegt og eftirliti er komið á til að framfylgja
þeim. Ef áherzlan liggur á frjálshyggju og mönnum boðið að stjóma lífi
sínu sjálfir og setja sér þau markmið sem þeir kjósa, verða átök og önnur
vandræði milli manna og bmgðizt er við með reglum sem hætt er við að
rígskorði samskipti manna og verði stöðugt flóknari. Síðan tekur við eftirlit
með því að reglur séu haldnar og svo fer að lokum að menn geta hvorki
notið frelsis né frumkvæðis í þéttum skógi reglugerðar- og eftirlitsríkisins.
Þetta ýtir undir enn frekari ágreining sem dómstólar verða að útkljá - oft
með því að móta skýrari reglur en þær sem fyrir eru.
5. Breytingar á nútíma tækniþjóðfélagi em svo örar að löggjafinn getur ekki
lagað löggjöfina nægilega ört að nýjum aðstæðum. Þá gerist tvennt: Annars
vegar verða lagabreytingar tíðar, lög verða brotakennd og tímabundin og
það verður á kostnað stöðugleikans; hins vegar verða eyður í löggjöfinni,
þannig að hún veitir enga úrlausn. Hvorttveggja vinnur gegn því að menn
geti séð fyrir afleiðingar gerða sinna og skerðir réttaröryggi. Þá kemur til
kasta dómstólanna að móta reglur úr brotakenndum og sfbreytilegum
ákvæðum og fylla í eyður.
6. í afhelguðu þjóðfélagi þai' sem skortir á siðferðilega festu, sem er að
nokkru leyti afleiðing lýðræðis, fjölmenningar og fjölhyggju, setja menn
traust á lög í stað siðgæðis. Þau einkennast af almennt orðuðum yfirlýs-
110