Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 19
„Hins vegar ber að skýra ákvæði nefndrar 4. gr. þannig, að þegar um mismunandi
sjúkdóma eða slys er að ræða, beri starfsmanni réttur til launa fyrstu 14 dagana í
hvert sinn, sem slík forföll ber að höndum".
Orðalag ákvæðisins leyfði ekki þá skýringu að einskorða rétt starfsmanns við neitt
tiltekið tímabil, enda væri slfkt aðeins á færi löggjafans en ekki dómstóla að ákvarða
slfkt, hvort heldur réttur væri bundinn við almanaksárið, 12 mánaða tíma með
tilfærslu milli almanaksára eða annað tímabil. Var í því samhengi tekið fram að
Alþingi hefði hafnað tilmælum um að ótvírætt væri að forfallalaun væru bundin við
14 daga á ári samtals. í sératkvæði eins dómara sagði þetta:
„Athugaefni er, hvemig með skuli fara, ef maður verður af nýju frá vinnu vegna
slysa eða sjúkdóms, eftir að hann hefur notið fullra launa í fjórtán daga úr hendi
vinnuveitanda. Urlausn þessa atriðis verður eigi leidd af orðalagi laganna. Ef lögin
eru skýrð þannig, að nýr fjórtán daga fjarverutími með launum hefjist hverju sinni,
er maður tekur nýjan sjúkdóm að dómi læknis, gæti kvillasamur maður fengið hvert
veikindaorlofið með launum á fætur öðru, en maður, sem slasast alvarlega og verður
frá vinnu mánuðum saman, fær þá einungis laun úr hendi vinnuveitanda fyrstu
fjórtán dagana. Þessi skýring er eigi samrýmanleg eðli máls og fær eigi staðizt.
Lögin verður að skýra þannig, að sköpuð sé eðlileg regla, svo sem kostur er, og
mönnum gert sem jafnast undir höfði. Eins og lögin em úr garði gerð, er það bezt í
samræmi við lagarök að telja, að starfsmenn þeir, sem 4. gr. laganna tekur til, eigi
rétt til fullra launa úr hendi vinnuveitenda í veikindaforföllum allt að fjórtán daga á
tólf mánuðum hverjum. Hefur slík regla eigi verið felld af löggjafarvaldinu".
Ef textinn er skilinn eftir orðanna hljóðan merkir hann að menn eigi að njóta
forfallalauna í 14 daga hvert sinn sem þeir veikjast eða slasast. Þar sem slík
niðurstaða þykir óvænleg eins og nánar er rætt í dóminum bregður Hæstiréttur
á það ráð að setja nýja reglu til viðbótar ákvæðum 4. gr. þótt orðalagi sé hagað
þannig að verið sé að skýra ákvæðið. En meiri hluti og minni hluti fara ólíkar
leiðir. Athygli vekja þau orð í minnihlutaatkvæðinu að lögin verði að skýra
þannig „að sköpuð sé eðlileg regla“ og sé það í beztu samræmi við lagarök að
laun séu miðuð við forföll í allt að 14 daga á 12 mánuðum hverjum. Lagarökin
eru væntanlega þau að með slíkri reglu sé jafnræði bezt tryggt. Ummælin sýna
að dómarinn gerir sér ljóst að með þessari niðurstöðu er verið að setja nýja reglu
þess efnis, sem Alþingi hafði í reynd hafnað þótt ekki væri formlega felld.
Dómur Hæstaréttar 13. janúar 1967 (H 1967 16)
S sem var undir áhrifum áfengis settist ásamt I, félaga sínum, inn í bifreið. S ræsti
bifreiðina og tók hana lítið eitt af stað. S kvaðst ekki hafa ætlað að aka henni, heldur
hita hana upp og hlusta á útvarp. Hann var ákærður fyrir að hafa reynt að aka
bifreiðinni undir áhrifum áfengis. í ákæru taldist þetta meðal annars varða við 2.,
sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. 80. gr. og 1. mgr. 24. gr„ sbr. 45.
gr. áfengislaga nr. 58/1954.
113