Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 21
Ummælin um gangsetningu verða þá ekki skilin öðru vísi en svo að með þeim setji Hæstiréttur reglu til viðbótar ákvæðum umferðarlaganna án þess þó að það skipti máli fyrir niðurstöðuna. Ljóst er að ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að löggjafinn orðaði 2. mgr. 25. gr. með þessari viðbót. í dómi Hæstaréttar 24. febrúar 1969 (H 1969 215) er þessi nýja for- dæmisregla lögð til grundvallar sem refsiheimild. Ö var ákærður fyrir að hafa „undir áhrifum áfengis ekið eða reynt að aka bifreiðinni G 4445 [...] með því að setjast undir stýri bifreiðarinnar og gangsetja vél hennar, en ákærði var sofnaður í bifreiðinni er lögreglumenn bar að“. Taldist þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Ö kvaðst hafa lagzt til svefns í bifreiðinni af ástæðum sem hann skýrði, en vaknað við kulda og þá sett hana í gang til hlýja sér, en sofnað aftur meðan vélin var í gangi. I héraðsdómi varð niðurstaðan þessi: Gangsetning bifreiðar er að vísu í flestum tilvikum þáttur í akstri hennar, en gegn neitun ákærða í máli þessu verður eigi talið sannað, að ákærði hafi með gang- setningu bifreiðarinnar G 4445 í umrætt sinn ekið eða reynt að aka bifreiðinni og gerzt með því brotlegur við þau refsiákvæði, sem í ákæruskjali greinir og honum eru gefin að sök. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. í Hæstarétti var ákærði sakfelldur. Um málsatvik var vísað til héraðsdóms, en síðan sakfellt með svofelldum rökstuðningi: Hefur ákærði með háttsemi sinni gerzt brotlegur við lagaákvæði þau, er í ákæru getur, en gangsetning bifreiðar er þáttur í akstri hennar. Þessi regla er svo aftur takmörkuð í dómi Hæstaréttar 6. október 1978 (H 1978 1002), þar sem ákærði var sofandi í aftursæti bifreiðarinnar þegar lög- reglumenn komu að honum. Hann hélt því staðfastlega fram að hann hefði ekki ætlað að aka bifreiðinni, heldur leitað svefnskjóls í henni. Það sem upplýst var í málinu studdi framburð ákærða og var hann sýknaður. Héraðsdómur hafði hins vegar fylgt fordæmum Hæstaréttar og sakfellt þar sem gangsetning væri þáttur á akstri bifreiðar. - Hér var því enn aukið við fyrri fordæmi að ekki yrði refsað nema sannað væri að tilgangurinn með gangsetningu hefði verið að aka bifreiðinni. Dómur Hæstaréttar 19. desember 2000 í þeim dómi var fjallað um 76. gr. stjómarskrárinnar þar sem svo er mælt að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, elli. atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar var sú með vísan til nánar tilgreindra alþjóðasáttmála að skylt væri að tryggja í lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrirframgefnu skipulagi sem ákveðið væri á málefnalegan hátt. Talið var að 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.