Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 22
þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því hvemig lágmarksréttindi skv.
1. mgr. 76. gr. skyldu ákvörðuð gætu dómstólar ekki vikið sér undan að taka afstöðu
til þess hvort það mat samrýmdist grundvallarreglum stjómarskrár. Var talið að það
skipulag réttinda örorkulífeyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum að skerða
tekjutryggingu vegna maka hans á þann hátt sem gert væri, tryggði ekki þau
lágmarksréttindi sem fælust í 76. gr. stjómarskrárinnar, svo að þeir fengju notið
þeirra mannréttinda, nánar tiltekið þess jafnréttis, sem kveðið er á um í 65. gr.
stjómarskrárinnar. Oheimilt var því talið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyris-
þega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert var í 5. mgr. 17. gr. laga nr.
117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998.
Hér lá það fyrir að ákvarða hvað felst í 76. gr. stjórnarskrárinnar sem er mjög
almennt orðuð. Þar er um tvo kosti að velja. Annar er sá að segja eins og
minnihluti dómsins, tveir dómarar, gerir að það sé verkefni löggjafans en ekki
dómstóla að kveða á um inntak og umfang þeirrar opinberu aðstoðar sem
öryrkjum sé látin í té. Hinn er að fara þá leið sem meirihluti Hæstaréttar gerir
að setja reglu til viðbótar því sem mælt er í 76. gr. þess efnis að lagaákvæði þau
sem áður eru nefnd samrýmist ekki framangreindum ákvæðum stjómarskrár-
innar og ákvæðum alþjóðasáttmála sem vitnað er til. Þetta merkir að lög-
gjafanum beri að tryggja tiltekin lágmarksréttindi til framfærslu fjölskyldu, en
þeini skyldu hafi hann ekki gegnt. Með þessari viðbót er ákvæði 76. gr.
stjómarskrárinnar gefin ákveðnari merking, þótt ekki sé hún afdráttarlaus, sem
stjórnarskrárgjafinn hefði alveg eins getað orðað.
Hér býr að baki nýr skilningur, mótaður af nýjum viðhorfum sem meðal
annars birtist í því að gefa beri félagslegum réttindum meiri gaum en gert hafi
verið og þá jafnframt þeim ákvæðum stjómarskrár ákveðnari merkingu sem
mæla fyrir um þau.
9. AÐRAR RÉTTARHEIMILDIR OG HLUTUR DÓMSTÓLA
Niðurstaðan af því sem hér hefur verið rakið er sú að seint verði settar svo
nákvæmar reglur að ekki verði þörf á atbeina dómstóla til að móta nýjar reglur
til viðbótar. Þetta leiðir af eðli lagareglna sem dæmigerðra staðla um háttsemi
manna og því að enginn löggjafi er svo vitur að hann sjái við öllum tilbrigðum
mannlífsins auk þess sem forsendur breytast eins og fyrr er tekið fram. Þegar
settum lögum sleppir taka við aðrar réttarheimildir sem binda dómstóla. Þá er
álitaefnið hversu afdráttarlausa leiðsögn þær veita og hvert svigrúm dómstóla
sé til að auka við reglum.
Venjuréttur skilar sjaldnast fullmótaðri reglu. Þar eru reglur óskráðar og
birtast í háttsemi manna sem verður að túlka. Þess vegna er ekki alltaf auðvelt
að festa hendur á efni hans eða innihaldi. Venjuréttar gætir helzt til fyllingar og
skýringar á settum lögum, en reglur reistar á honum fá fyrst endanlegan búning
þegar dómstólar hafa lagt hann til grundvallar við mótun nýrrar reglu. Þannig
eru náin tengsl milli venjuréttar og fordæma, enda eru þau iðulega nefnd í sömu
andrá. ítrekuð fordæmi má kalla dómvenju.
116