Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 22
þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því hvemig lágmarksréttindi skv. 1. mgr. 76. gr. skyldu ákvörðuð gætu dómstólar ekki vikið sér undan að taka afstöðu til þess hvort það mat samrýmdist grundvallarreglum stjómarskrár. Var talið að það skipulag réttinda örorkulífeyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum að skerða tekjutryggingu vegna maka hans á þann hátt sem gert væri, tryggði ekki þau lágmarksréttindi sem fælust í 76. gr. stjómarskrárinnar, svo að þeir fengju notið þeirra mannréttinda, nánar tiltekið þess jafnréttis, sem kveðið er á um í 65. gr. stjómarskrárinnar. Oheimilt var því talið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyris- þega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert var í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Hér lá það fyrir að ákvarða hvað felst í 76. gr. stjórnarskrárinnar sem er mjög almennt orðuð. Þar er um tvo kosti að velja. Annar er sá að segja eins og minnihluti dómsins, tveir dómarar, gerir að það sé verkefni löggjafans en ekki dómstóla að kveða á um inntak og umfang þeirrar opinberu aðstoðar sem öryrkjum sé látin í té. Hinn er að fara þá leið sem meirihluti Hæstaréttar gerir að setja reglu til viðbótar því sem mælt er í 76. gr. þess efnis að lagaákvæði þau sem áður eru nefnd samrýmist ekki framangreindum ákvæðum stjómarskrár- innar og ákvæðum alþjóðasáttmála sem vitnað er til. Þetta merkir að lög- gjafanum beri að tryggja tiltekin lágmarksréttindi til framfærslu fjölskyldu, en þeini skyldu hafi hann ekki gegnt. Með þessari viðbót er ákvæði 76. gr. stjómarskrárinnar gefin ákveðnari merking, þótt ekki sé hún afdráttarlaus, sem stjórnarskrárgjafinn hefði alveg eins getað orðað. Hér býr að baki nýr skilningur, mótaður af nýjum viðhorfum sem meðal annars birtist í því að gefa beri félagslegum réttindum meiri gaum en gert hafi verið og þá jafnframt þeim ákvæðum stjómarskrár ákveðnari merkingu sem mæla fyrir um þau. 9. AÐRAR RÉTTARHEIMILDIR OG HLUTUR DÓMSTÓLA Niðurstaðan af því sem hér hefur verið rakið er sú að seint verði settar svo nákvæmar reglur að ekki verði þörf á atbeina dómstóla til að móta nýjar reglur til viðbótar. Þetta leiðir af eðli lagareglna sem dæmigerðra staðla um háttsemi manna og því að enginn löggjafi er svo vitur að hann sjái við öllum tilbrigðum mannlífsins auk þess sem forsendur breytast eins og fyrr er tekið fram. Þegar settum lögum sleppir taka við aðrar réttarheimildir sem binda dómstóla. Þá er álitaefnið hversu afdráttarlausa leiðsögn þær veita og hvert svigrúm dómstóla sé til að auka við reglum. Venjuréttur skilar sjaldnast fullmótaðri reglu. Þar eru reglur óskráðar og birtast í háttsemi manna sem verður að túlka. Þess vegna er ekki alltaf auðvelt að festa hendur á efni hans eða innihaldi. Venjuréttar gætir helzt til fyllingar og skýringar á settum lögum, en reglur reistar á honum fá fyrst endanlegan búning þegar dómstólar hafa lagt hann til grundvallar við mótun nýrrar reglu. Þannig eru náin tengsl milli venjuréttar og fordæma, enda eru þau iðulega nefnd í sömu andrá. ítrekuð fordæmi má kalla dómvenju. 116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.