Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 23
Með fordæmum er staðfest eða mótuð regla sem gilda á í samskiptum
málsaðila. Aðrir í sömu eða áþekkri aðstöðu fylgja henni síðan og dómstólar
leggja hana til grundvallar eða taka mið af henni í dómum sínum þegar það á
við. Engin ákvæði í settum lögum skuldbinda dómstóla til að fylgja fordæmum,
en í reynd gera dómstólar það án efa sökum þess að þeir telja sér það almennt
skylt. Oðrum kosti fullnægðu fordæmi sem réttarheimild ekki þeim kröfum sem
gera verður til laga, að vera framvirk - ekki afturvirk og að vera stöðug. Nú eru
dæmi um að Hæstiréttur víki frá fordæmum sínum og fyrir því kunna að vera
gild rök svo sem nýjar aðstæður, breytt gildismat og brostnar forsendur, en
áskilja verður að þá færi Hæstiréttur og aðrir dómstólar ýtarleg rök fyrir breyttri
stefnu. Snöggar breytingar á dómaframkvæmd eru afar óheppilegar. Betra er að
breytingar verði skref fyrir skref, þannig að sem minnstri röskun valdi, enda má
þá oft ráða hvert stefni og forsagnargildi fordæmanna rýmar ekki að ráði.25
Þegar meta skal hvemig fordæmi ráða svigrúmi dómstóla til að móta reglur
verður að leggja áherzlu á að með dómi er skorið úr ákveðnu sakarefni þeirra
sem mál eigast við. Rökstuðning dóms og niðurstöðu verður að skoða í því
ljósi. Nú era málavextir í tveimur málurn sjaldnast nákvæmlega eins og það
veitir dómstólum ákveðið svigrúm til að túlka fordæmin og auka við nýjum
reglum. Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi túlkað dóm með tilteknum hætti og
sú túlkun lögð til grandvallar í síðari dómi,26 eða það tekið sérstaklega fram að
dómur hafi ekki fordæmisgildi vegna þess að málavextir séu ekki sambæri-
legir.27
Um réttarheimildir, eins og kjarasamninga, þjóðréttarreglur og samninga
þjóðfélagsþegnanna, gilda svipuð sjónarmið og um lagasetningu dómstóla og
þær réttarheimildir sem þegar hefur verið fjallað um og þá einkum sett lög í
rýmri merkingu orðsins. Um meginreglur laga, eðli máls, kenningar fræði-
manna, almenna réttarvitund þarf tæplega að fjölyrða. Þær hafa almennt ekki að
geyma svo afdráttarlausar reglur að svigrúm dómstóla til að setja reglur sé
verulega þrengt.
10. ÓHJÁKVÆMILEGT AÐ DÓMSTÓLAR SETJI REGLUR
Settar lagareglur eru þess eðlis sem meðaltalsstaðlar að með þeim verður
aldrei tekið á öllum álitaefnum eins og fyrr hefur verið tekið fram. Venja,
fordæmi, meginreglur laga og eðli máls eru ekki þannig úr garði gerðar að þær
bindi dómstóla með sama hætti og settar reglur. Nú þolir þjóðfélagið ekki
óvissu ef það á að haldast í eðlilegum skorðum og því er óhjákvæmilegt að eyða
henni. Það er hægt að gera á fleiri en einn veg.
25 Sjá nánar Sigurð Líndal: „Þáttur Hæstaréttar í réttarþróun á íslandi“. Tímarit lögfræðinga. 45.
árg. (1995), bls. 87 o.áfr.
26 Sjá H 1983 691.
27 Sjá H 1985 1168, H 1988 754.
117