Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 25
í ágreiningsmálum þótt lögbókin, Code civil, skæri ekki úr. Dómari sem synjaði
dóms á þessum forsendum gerðist sekur um það sem ef til vill mætti kalla á
íslenzku „synjun réttlætis“ eða déni de justice.30 Með þessu var dómurum gert
skylt að fella dóma í málum sem fyrir þá væru lögð og málskot til löggjafans
var þar með úr sögunni. Þessi skylda dómara að skera úr ágreiningi var ekki
bundin við Frakkland. I þýzkri réttarsögu er löng saga af því hvemig háttað
hefur verið skyldu dómara til að skera úr ágreiningi, jafnvel þótt réttarheimildir
séu ófullkomnar. Um það vom notuð orðin „iustitia denegata vel protracta" -
að neita um réttlæti eða tefja framgang þess, en algengast var þó að nota
hugtakið Rechtsverweigerung sem mætti kalla réttarsynjun.31
Þessi hugmynd að það sé ekki á valdi dómara að túlka lög, hvað þá að setja
lagareglur, birtist í Konungalögunum dönsku frá 14. nóvember 1665, sbr. III. gr.
þar sem konungi einum er áskilinn réttur til að skýra lög.32 Þessu fylgdu
valdboðnar eða autentískar lögskýringar, en að baki þeim virðist liggja sama
hugsun og að baki referé legislatif. Eitt frægasta dæmi um slíka skýringu er
tilskipun 9. febrúar 1798 um áritun afborgana á skuldabréf.
Tilskipun þessi er valdboðin skýring á ákvæði Norsku laga frá 1687 5-13-
54 og Dönsku laga frá 1683 5-14-56, en í þeim ákvæðum segir svo:
Naar noget betalis paa een Haandskrift, eller Contract, enten af Hovedstoelen, eller
Renten, eller og den gandske afbetalis, eller efterkommis, da skal Creditor og den,
der samme Haandskrift eller Contract, med Rette i Hænde haver, det paa Brevene
selv afskrive, eller npjagtig Quittantz derpaa give [...].
Hæstiréttur túlkaði regluna í Dönsku lögum árið 1766 þannig að lausum
kvittunum fyrir afborgunum sem aðrir gæfu út en handhafi skuldabréfsins yrði
ekki haldið fram gegn honum. Eftir þessu fordæmi höguðu menn sér í við-
skiptum. Það olli því nokkru uppnámi þegar Hæstiréttur í dómi sem gekk árið
1796 túlkaði framangreint ákvæði Dönsku laga á þá lund að laus kvittun fyrir
afborgun skuldara væri nægileg til að leysa hann undan greiðslu, þannig að sá
sem síðar eignaðist kröfuna fyrir framsal yrði að tilkynna skuldara um
framsalið. Hér gætti nýrra viðhorfa fyrir áhrif Rómarréttar þar sem traust-
fangsreglur þekktust ekki, en annars er ekki ástæða til að fjölyrða um og einnig
það að Hæstiréttur þekkti lítt til fyrri fordæma, enda voru þau ekki ýkja
30 Gomard: „Et retspolitisk program for dommerskabt ret“, bls. 48-49. Sjá einnig Jacob W.F.
Sundberg: fr. Eddan t. Ekelöf. Repertorium om Rattskiillor i Norden. Studentlitteratur/Akademisk
Forlag. Institutet för offentlig och intemationell ratt [1978], bls. 32 o.áfr., 142, 146-148.
31 A. Erler: „Rechtsverweigemng". Handwörterbuch zur deutschen Rechtsgeschichte IV, d. 415-
417.
32 „Skal derfor ogsaa Kongen alene have den höieste Magt og Myndighed til að gjöre Love og
Forordninger efter sin egen gode Villie og Velbehag, at forklare, forandre, formere, formindske ja
slet at ophæve forrige og af hannem selv eller af hans Forfædre udgivne Love“ [...]. Lögin eru birt
í Lovsamling for Island I, bls. 298 o.áfr.
119