Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 27
dómurum skylt að gera hvort sem réttarheimildir veita leiðsögn eða ekki. Þannig helgar eðli dómarastarfsins rétt dómara og skyldu til að túlka, móta nánar eða setja nýjar reglur ef þær skortir. Þetta er í samræmi við langa hefð í Evrópu. Þó verður að hafa í huga að á vissum sviðum er dómstólum ekki heimilt að setja nýjar reglur og er þar einkum að nefna refsiréttinn,37 en einnig þau svið þar sem lagaáskilnaður er ótvíræður, svo sem þegar leggja á byrðar á þegnana, t.d. með sköttum, skerða frelsi og önnur mannréttindi. I Danmörku,38 Noregi39 og á Islandi var framan af tregða til að viðurkenna að dómstólar settu reglur, en smám saman öðlaðist það viðurkenningu án marktækrar umræðu.40 í Frakklandi hafa lögfræðingar hins vegar talið nauðsynlegt að réttlæta það að dómstólar eigi þátt í að þróa réttarkerfið, þannig að það geti virkað á full- nægjandi hátt, en einnig reisa skorður við því hversu langt dómstólar geti gengið. Réttlætingu telja þeir sig hafa fundið í þegjandi samþykki löggjafans, aðrir í samþykki þegna þjóðfélagsins og það hafi lagt grunn að venju og enn aðrir í því að þetta hlutverk dómstóla sé þáttur í velvirkri réttarskipan.41 í svokölluðu Soraya-máli hefur Stjómlagadómstóll Sambandslýðveldisins Þýzkalands (Bundesverfassungsgericht) sérstaklega fjallað um það hvenær og við hvaða aðstæður dómarar setji reglur og marki stefnu á því sviði. Þar er meðal annars þetta áskilið til þess að dómarar megi setja reglur: Að eyður séu í löggjöfinni, þannig að þar sé ekki að finna svör við þeim lögfræðilegu álitmálum sem til úrlausnar eru. Að mælikvarði verklegrar skynsemi sé í heiðri hafður, en það felur nánar í sér að lagður sé til gmndvallar vilji og hæfileiki til réttrar breytni samkvæmt almennunt mælikvarða í samfélagi manna. Að hlutverk og heimild dómstóla til að móta reglur, jafnframt því að leiða þær í ljós,42 verði talinn nauðsynlegur þáttur í starfi dómstóla samkvæmt stjóm- skipan ríkisins. Þetta síðastnefnda er í samræmi við það sem áður er tekið fram og almennt er viðurkennt sem óhjákvæmileg afleiðing af stöðu og hlutverki dómstóla.43 Stjómlagadómstóllinn hefur mótað almennar reglur þegar nauðsyn hefur knúið á og dómarar þar gert sér fulla grein fyrir hlutverki sínu sem vara- löggjafa. Um þetta er ekki deilt, heldur hitt hversu langt skuli gengið.44 37 Þetta er þó ekki algilt fremur en annað í þessum fræðum. Hæstiréttur setur nýja reglu í gangsetningardóminum H 1967 16, leggur hana til grundvallar í H 1969 215 og þrengir hana síðan í H 1978 1002, sbr. 8. kafla hér að framan. 38 Gomard: „Et retspolitisk program for dommerskabt ret“, bls. 47. 39 Gaarder: Domstolene og rettsutviklingen, bls. 227. 40 Sigurður Líndal: „Þáttur Hæstaréttar í réttarþróun á íslandi“, bls. 64. 41 Gomard: Et retspolitisk program for dommerskabt ret, bls. 47. Hann styðst m.a. við rit franska lögfræðingisins Ghestin: Traité de Droit Civil. 42 í þýzka textanum eru notuð orðin: „schöpferische Rechtsfindung". 43 Riithers: Rechtstheorie, Rn. 823. Sjá einnig Larenz-Canaris: Methodenlehre der Rechts- wissenschaft, bls. 250. 44 Riithers: Rechtstheorie, Rn. 243 o.áfr. 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.