Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 29
aðilar safna gögnum og tala máli sínu beint við dómstólinn. Forsenda þessa er að sjálfsögðu að vandað sé til alls málatilbúnaðar. 3. Sá galli er á að reglur sem dómstólar setja eru afturvirkar og með því er dregið úr forsagnargildi þeirra. Réttarskipan sem menn hafa lifað við, og ef til vill sett traust á, er breytt afturvirkt. Hér verður þó að hafa þrennt í huga: Mál eru tæplega höfðuð eða dómar felldir nema réttaróvissa sé fyrir hendi. Þá verða menn að vera viðbúnir breytingum. Dómstólar eru bundnir við fyrri fordæmi og undantekning að þau breytist skyndilega.47 Hitt er algengara að þar verði hægfara þróun eins og áður er vikið að. Loks má nefna að stundum ber svo við að í dómi er fyrirfram gefið í skyn í almennri reifun lagasjónarmiða (obiter dictum) að breytinga sé að vænta.48 Þegar þetta er haft í huga ættu menn í flestum tilfellum að geta séð hvemig reglum sé háttað og hver sé líkleg niðurstaða máls. Hér má minna á þá kenningu að fullyrðing um það hver sé gildandi lagaregla merki ekki annað en forsögn eða spádóm um það hvað dómstólar muni gera. Með við- brögðum dómara megi sannreyna efni lagareglu. Þessa kenningu setti bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes fram árið 1897, en á Norðurlöndum hefur danski réttarheimspekingurinn Alf Ross verið helztur formælandi slíkrar kenningar. Þótt hún hafi sætt gagnrýni og eigi sér nú formælendur fáa er hún þó til marks um að menn telja þrátt fyrir það að dómstólar setji reglur sem taka til liðinna atvika hafi dómar visst forsagnargildi.49 47 Sjá þó hæstaréttardóm uppkveðinn 9. janúar 1990 (H 1990 2) og hæstaréttardóm 25. október 2001. Skúli Magnússon fjallar um hann í ritgerðinni „Fordæmi Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. Nokkur orð um dóm Hæstaréttar 25. október 2001“. Úlfljótur, tímarit laganema. 55. árg. (2002), bls. 191-215. 48 í dómi Hæstaréttar 29. nóvember 1958 (H 1958 753) var komizt svo að orði í meirihluta- atkvæði: „Svo sem greint er hér að framan, fela ýmsar reglur laga nr. 44/1957 [lög um skatt á stóreignir] það í sér, að þeim skattaðiljum, sem greindir eru í hinni almennu eignarskattslöggjöf, einstaklingum og félögum, er gert mishátt undir höfði, og auk þess er hér um sérstaka skattlagningu að ræða á eignum, sem framkvæmd er, þótt fá ár séu liðin frá því að hliðstæður skattur var á lagður. Þótt atriði þessi séu virt í heild sinni, þykir ekki alveg fullnœgjandi ástœða til að telja, að skatta- stefna laga nr. 44!1957 sé andstœð 67. gr. stjórnarskrárinnar". (Leturbr. höfundar). í bráðabirgðalögum nr. 96/1978, sbr. lög nr. 121/1978, var mælt fyrir um eignarskattsauka og við- bótar tekjuskatt sem lagðir voru á eftir að lokið var almennri álagningu skatta. í dómi meirihluta Hæstaréttar sagði um þetta: „Umrædd skattálagning var lögboðin, eftir að hin almenna skattskrá fyrir árið 1978 hafði verið lögð fram og gjaldþegnum sendar skattkröfur. Þótt slík vinnubrögð af löggjafarvaldsins hálfu verði að teljast mjög varhugaverð, þykir ekki alveg næg ástœða til að telja þetta varða ógildi lagaákvœða þeirra, sem hér skipta máli“. (Leturbr. höfundar). í sératkvæði tveggja dómara var niðurstaðan sú að afturvirkni skattalaga sem þessi stofnaði réttaröryggi skatt- þegna í hættu og því hefðu ákvæði þau sem deilt var um í málinu „eigi stoð í 40. gr.“ stjómar- skrárinnar „samkvæmt grunnrökum hennar". (H 1980 1732). I þessum dómum má segja að lög- gjafinn fái hér fyrirfram viðvömn um að ganga ekki of langt í að setja afturvirk skattalög. 49 Lloyd's: Introduction to Jurispmdence, bls. 670. Þar era nefndir fleiri sem hafi aðhyllzt áþekkar kenningar, þar á meðal þýzki réttarheimspekingurinn Rudolph Jhering. Kenningar sínar setur Alf Ross fram á aðgengilegastan hátt í riti sínu Om ret og retfærdighed. En indfprelse i den analytiske retsfilosofi. 3 opl. Kpbenhavn. Nyt nordisk Forlag Amold Busck 1971. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.