Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 31
fyrir þá lögð og komast að niðurstöðu. Dómstólar eru háðir aðilum um það
hvemig mál em lögð fyrir þá, löggjafinn hefur frjálsari hendur. Löggjafinn
hefur rýmra svigrúm en dómstólar til athafna, en dómstólar þrengra. Þeir em
bundnari af viðurkenndum réttarheimildum og lagahefð sem veitir þó engan
veginn alltaf skýr svör, þannig að dómstólar verða að móta reglur úr þeim
efnivið og jafnvel setja nýjar frá grunni þegar annað þrýtur. Sameiginlegt er að
bæði dómstólum og löggjafa að báðir verða að gefa gaum afleiðingum
ákvarðana sinna. Þetta verða dómstólar að gera, enda þótt viðfangsefni þeirra
sé að skera úr afmörkuðum ágreiningi. Loks má benda á að dómstólar hafa
allajafna skemmri tíma til að taka ákvörðun en löggjafinn.51 Þetta veldur því að
lagareglur sem dómstólar móta eða setja eru í ýmsum greinum annars eðlis en
þær sem löggjafinn setur bæði um uppruna og verkan.
13. LÝÐRÆÐISLEGT UMBOÐ DÓMARA
Nú er komið að spurningunni um stöðu dómstólanna. Eins og sjá má af því
sem nú hefur verið rakið eru andmælin við því að þeir setji reglur öðru fremur
reist á því að þá skorti lýðræðislegt umboð og þá jafnframt lýðræðislega
löghelgan. Og vissulega verður ekki fram hjá því litið. En áður en slík ályktun
er dregin er nauðsynlegt að gefa eftirfarandi atriðum gaum:
1. Ekki gera of mikið úr lýðræðislegu umboði löggjafans og ábyrgð hinna
kjömu fulltrúa gagnvart kjósendum eins og þegar hefur verið minnzt á.
Einnig hefur verið vakin athygli á því að löggjöf í lýðræðisríkjum nú-
tímans mótast mjög af málamiðlunum stjómmálaflokka og margs konar
hagsmuna- og þrýstihópa. Vilji óbreyttra kjósenda er engan veginn ótví-
ræður, enda hagsmunir þeirra dreifðir. Lýðræðislegt aðhald birtist helzt
þegar ákvarða á eitthvað sem snertir áþreifanlega hagsmuni fjöldans.52 Og
helzta úrræði til að koma til móts við slíkar kröfur er þá að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslna um afmörkuð efni.
2. Dómsvaldið er engan veginn sneytt lýðræðislegri löghelgan. Þá skipan má
viðhafa að dómarar séu lýðræðislega kjömir eða hið pólitíska vald hafi
sérstök áhrif á val þeirra svo sem er í Bandaríkjunum. Reyndar er álitamál
hvort þetta tryggi lýðræði. Starf dómara er bundið við reglur, en ekki
reikulan vilja kjósenda. Lýðræði þarfnast festu og hún er bezt tryggð með
grundvallarreglum sem sækja sér lýðræðislega löghelgan til almennrar
viðurkenningar þegnanna. í Evrópu er hins vegar leitazt við að draga úr
beinum áhrifum stjómmálaafla á skipun dómsvaldsins og reyndar einnig á
51 Sjá nánar Sigurð Líndal: „Stjómskipulegt vald dómstólanna“. Tímarit lögfræðinga. 43. árg.
(1993), bls. 115-16, Eckhoff: Rettskildelære, bls. 183 o.áfr.
52 Friedrich A. Hayek: Law, Legislation and Liberty. [...]. Volume 3. The Political Order of a
Free People. [...]. Routledge & Kegan Paul. London and Hentley, bls. 1 o.áfr. J. Roland Pennock:
„Majority Rule“. Intemational Encyclopedia of the Social Sciences, 9, bls. 536-69. Alfred de
Grazia: „Representation". Samarit, 13, bls. 461-79.
125