Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 32
stjórnsýsluna með vaxandi reglufestu. Eigi að síður þykir eðlilegt að
stjórnarstofnanir þjóðfélagsins vinni saman og nokkurt samræmi sé í
ákvörðunum þeirra, enda starfi þær í anda lýðræðis og standi vörð um
grundvallarreglur réttarríkisins í víðtækari merkingu orðsins. Lýðræðislegt
aðhald má tryggja, að minnsta kosti að nokkru leyti, með því að dómstólar
rökstyðji niðurstöðu sína og leggi hana síðan fyrir almenningssjónir, bæði
lærða og leika. Með þessu má segja að þeir standi þjóðfélagsþegnunum,
þar á meðal lögfræðingum, og þá einkum lögmannastéttinni, sem trúnaðar-
mönnum þeirra, reikningsskap gerða sinna og beri þannig sérstaka ábyrgð
umfram aðrar stjómarstofnanir þjóðfélagsins.
3. Mikilsverður er sá háttur að fyrir dóm koma tveir jafnréttháir aðilar sem
tala máli sínu beint og milliliðalaust við dómarann. Þannig geta þjóð-
félagshópar sem annars eiga ekki mikið undir sér í skiptum við hið póli-
tíska vald fengið áheym og ef til vill stuðning sem þeir geta ekki vænzt
annars staðar. Þannig má nálgast útdeilingar- eða hið sértæka, einstakl-
ingsbundna réttlæti þar sem sérstaklega er gefinn gaumur verðleikum
hvers og eins. Með nokkurri einföldun má segja að löggjafinn þjóni jafn-
aðarréttlætinu (justita commutativa), en dómstólar verðleikaréttlætinu
(justita distributiva) og bæti þannig hvor annan upp.
4. Mikilvægt er fyrir viðgang lýðræðis að þegnar þjóðfélagsins hafi tilfinn-
ingu fyrir því að eiga hlutdeild í ákvörðunum. Kosningaréttur til löggjafar-
samkundunnar og beinn aðgangur að dómstólunum styrkir þessa tilfinn-
ingu. En það kann þó að vera meira í orði en á borði, enda eru þessar stofn-
anir einatt umluktar skrifræðishjúp og þegnunum jafnvel fjarri. Grund-
vallarreglur senr almennt er viðurkennt að dómstólum beri að fylgja vinna
þó gegn þessu. Hér er átt við að dómstólar séu óhlutdrægir, að þeir dæmi
um ákveðna afmarkaða kröfu aðila sem hefur lögvarða hagsmuni af
úrlausn, að þeir séu óháðir og aðilum séu veitt jöfn tækifæri til að tala máli
sínu. Á þennan hátt er tryggð þátttaka þeirra sem hafa sérstakra hagsmuna
að gæta í ákvörðunum um raunhæf og afmörkuð vandamál þjóðfélags-
þegnanna. En jafnframt er dómstóllinn fjarlægur - jafnvel einangraður -
sem merkir að hann er óháður duttlungum og þrýstingi margvíslegra þjóð-
félagsafla.
5. Þeir dómar sem birtir eru, svo sem almennt tíðkast um dóma áfrýjunar-
dómstóla, eru öllum sem óska aðgengilegir. Þannig eru þeir lagðir fram til
umræðu og gagnrýni. Þetta tryggir aðhald lærðra og leikra. Hver einstakur
dómur er þáttur í löngu ferli. Niðurstaða í tilteknu máli kann að orka
tvímælis sem kostur er að leiðrétta síðar, annað hvort þannig að dómstólar
hnika til réttarframkvæmd eða löggjafinn grípur inn, unz regla hefur verið
mótuð skref fyrir skref í samræmi við reynslu. Þessari þróun má líkja við
varfærnislega tilraunastarfsemi.
Með þetta að leiðarljósi getur starfsemi dómstólanna verið lýðræðisleg, en
126