Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 34
15. YFIRLIT OG HELZTU NIÐURSTOÐUR I 1. kafla er gerð grein fyrir því að lengi hafi því verið hafnað að dómstólar ættu hlut að lagasetningu, en nú sé það ekki deilumál lengur; hlutur dómstóla fari vaxandi. I 2. kafla eru rædd álitamál um lýðræðislegar valdheimildir dómstóla. 13.-5. kafla er gerð grein fyrir upphafi eiginlegs lagasetningarvalds í Evrópu í lok 11. aldar og þróun lagareglna frá því að vera atviksbundnar til þess að vera almennar. Fyrirmæli geta ekki kallazt lög nema þau fullnægi tilteknum lág- markskröfum. I 6.-7. kafla er vakin athygli á því að sett lög geta aldrei svarað öllum álitaefnum sem kunna að rísa og tilraunir til að setja allsherjarlögbækur sem veiti slík svör hafi hingað til misheppnazt. Því er einnig haldið fram að óæski- legt sé að freista þess. I 8.-9. kafla er gerð grein fyrir þeim mun sem er á að túlka setta reglu og setja reglu. Niðurstaðan er sú að túlkun feli í flestum tilfellum í sér að dómstólar móti eða setji nýja reglu. Við túlkun annarra réttarheimilda hafi dómstólar enn rýmri hendur til að setja reglu. Annars ræðst þetta af því hvemig menn skilja og skilgreina hugtakið túlkun, til dæmis hvort öll tilvist manna sé reist á túlkun, eða skilja orðið þrengri skilningi, en of langt mál er að fjalla um það hér. I 10. kafla er niðurstaðan sú að vegna þess eðlis lagareglna að vera eins konar reglubindandi eða normatífir meðaltalsstaðlar um háttsemi manna sé óhjákvæmilegt að dómstólar auki við reglum. Við þetta bætist að enginn lög- gjafi er svo framsýnn að hann sjái við öllum tilfellum sem verða um ókomna tíð, mannlegur félagsskapur þolir hins vegar ekki óvissu. Ef sú skylda er lögð á dómstóla að leysa úr málum þrátt fyrir þetta verður afleiðingin sú að þeim ber í mörgum tilfellum að móta nánar og jafnvel setja reglu. Þetta felst þá í eðli dómarastarfsins. Um þetta er í sjálfu sér ekki deilt, heldur hitt hversu langt dómstólar geti gengið. I 11.-12. kafla er ræddur eðlismunur á lagasetningu dómstóla og löggjafa og ólík aðstaða þeirra við að stýra lögum. I 13.-14. kafla er rætt um lýðræðislegt umboð dómstóla og er niðurstaðan sú að þeir vinni í anda lýðræðis, en hafi þó engan veginn óbundnar hendur. Sama eigi reyndar einnig við um löggjafann. (Tekið skal fram að í þeim rítum sem vísað er til neðanmáls eru tilgreind mörg rit þar sem getur aðfinna meiri fróðleik. - Skúla Magnússyni þakka ég margar gagnlegar athugasemdir og ábend- ingar). 128
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.