Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 34
15. YFIRLIT OG HELZTU NIÐURSTOÐUR
I 1. kafla er gerð grein fyrir því að lengi hafi því verið hafnað að dómstólar
ættu hlut að lagasetningu, en nú sé það ekki deilumál lengur; hlutur dómstóla
fari vaxandi.
I 2. kafla eru rædd álitamál um lýðræðislegar valdheimildir dómstóla.
13.-5. kafla er gerð grein fyrir upphafi eiginlegs lagasetningarvalds í Evrópu
í lok 11. aldar og þróun lagareglna frá því að vera atviksbundnar til þess að vera
almennar. Fyrirmæli geta ekki kallazt lög nema þau fullnægi tilteknum lág-
markskröfum.
I 6.-7. kafla er vakin athygli á því að sett lög geta aldrei svarað öllum
álitaefnum sem kunna að rísa og tilraunir til að setja allsherjarlögbækur sem
veiti slík svör hafi hingað til misheppnazt. Því er einnig haldið fram að óæski-
legt sé að freista þess.
I 8.-9. kafla er gerð grein fyrir þeim mun sem er á að túlka setta reglu og
setja reglu. Niðurstaðan er sú að túlkun feli í flestum tilfellum í sér að dómstólar
móti eða setji nýja reglu. Við túlkun annarra réttarheimilda hafi dómstólar enn
rýmri hendur til að setja reglu. Annars ræðst þetta af því hvemig menn skilja og
skilgreina hugtakið túlkun, til dæmis hvort öll tilvist manna sé reist á túlkun,
eða skilja orðið þrengri skilningi, en of langt mál er að fjalla um það hér.
I 10. kafla er niðurstaðan sú að vegna þess eðlis lagareglna að vera eins
konar reglubindandi eða normatífir meðaltalsstaðlar um háttsemi manna sé
óhjákvæmilegt að dómstólar auki við reglum. Við þetta bætist að enginn lög-
gjafi er svo framsýnn að hann sjái við öllum tilfellum sem verða um ókomna
tíð, mannlegur félagsskapur þolir hins vegar ekki óvissu. Ef sú skylda er lögð á
dómstóla að leysa úr málum þrátt fyrir þetta verður afleiðingin sú að þeim ber
í mörgum tilfellum að móta nánar og jafnvel setja reglu. Þetta felst þá í eðli
dómarastarfsins. Um þetta er í sjálfu sér ekki deilt, heldur hitt hversu langt
dómstólar geti gengið.
I 11.-12. kafla er ræddur eðlismunur á lagasetningu dómstóla og löggjafa og
ólík aðstaða þeirra við að stýra lögum.
I 13.-14. kafla er rætt um lýðræðislegt umboð dómstóla og er niðurstaðan sú
að þeir vinni í anda lýðræðis, en hafi þó engan veginn óbundnar hendur. Sama
eigi reyndar einnig við um löggjafann.
(Tekið skal fram að í þeim rítum sem vísað er til neðanmáls eru tilgreind mörg rit þar sem getur
aðfinna meiri fróðleik. - Skúla Magnússyni þakka ég margar gagnlegar athugasemdir og ábend-
ingar).
128