Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 37
innar um friðhelgi eignarréttarins og atvinnufrelsi. Þótt svörin við framangreind- um spurningum séu ekki með öllu afdráttarlaus munu þau þó leiða í ljós að þetta er ekki réttmæt gagnrýni. 2. SKIPTING FYRIRTÆKJA MEÐ OPINBERU VALDBOÐI í ERLENDUMRÉTTI Fyrst verður gerð almenn grein fyrir þvr réttarúrræði sem hér er nefnt á íslensku skipting fvrirtækja með opinberu valdboði, sbr. fyrirsögn greinar- innar. Um þetta hefur lítið verið rætt meðal íslenskra lögfræðinga og raunar vantar í íslenskt lagamál gott orð yfir þess konar ráðstöfun. Kannski er þá nærtækt að draga þá ályktun að fyrirbærið sé ekki til í íslenskum rétti. Ekki verður þó gengist við því hér að sú niðurstaða sé augljós. Skipting fyrirtækja með opinberu valdboði þekkist í rétti annarra ríkja. I hinum enskumælandi heimi er gjaman talað um „divestiture“ (eða divestment) sem í bókstaflegri merkingu þýðir eiginlega „það að afklæðast“ (afklæðing). Þannig má segja að einkavæðing Pósts og síma, stofnun hlutafélags og síðan skipting þess í tvö hlutafélög, Landssímann hf. og íslandspóst hf„ hafi verið það sem enskumælandi menn nefna „divestiture“ eða „divestment“. Þetta ferli var allt saman ákveðið með sérstökum lögum, sbr. lög nr. 103/1996 um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar. í þvr lagaboði fólst að stofnað skyldi hlutafélag um reksturinn og síðan að rekstur póstþjónustunnar skyldi skilinn frá rekstri símans. Vegna þess að fyrirtækið var allt í eigu ríkisins, og fyrirtækin tvö eru raunar enn, voru þar á ferðinni annars konar lögfræðileg vandamál en þau sem koma til skoðunar í þessari grein. í því tilviki var það eigandinn sjálfur sem ákvað að breyta rekstrarforminu og búa til tvö fyrirtæki úr einu. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að ganga lengra og skipta Landssíman- um enn frekar, t.d. þannig að grunnnetið yrði skilið frá fjarskiptaþjónustunni og jafnvel einnig að skipta grunnnetþjónustunni með því að skilja breiðbandið frá. Það er önnur saga og verður ekki rakin hér. í þessari grein eru fremur höfð í huga þau tilvik þar sem skipting fyrirtækis er gegn vilja eigendanna, eða a.m.k. að frumkvæði samkeppnisyfirvalda. Til að lýsa því er í ensku lagamáli stundum talað um „forced divestiture" eða „antitrust divestiture“. Með öðrum orðum; skiptingu fyrirtækja með opinberu valdboði samkeppnisyfirvalda. Einnig eru notuð um þetta úrræði og önnur skyld orðin „structural remedies“, þ.e. úrræði sem miða að því að breyta upp- byggingu eða gerð markaðarins. Til að nálgast þetta á lögfræðilegri hátt er bent á Black's Law Dictionary. Þar er þetta réttarfyrirbrigði skilgreint þannig:4 „In anti-trust law, the order of court to a defendant (e.g. corporation) to divest itself of property, securities or other assets“. 4 Henry Campell Black: Black's Law Dictionary. 5. útgáfa 1979 (WEST). St. Paul 1979, bls. 429. 131
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.