Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 42
1. Eftirfarandi skal bannað og talið ósamrýmanlegt framkvæmd samnings þessa: allir
samningar milli fyrirtækja, ákvarðanir samtaka fyrirtækja og samstilltar aðgerðir
sem geta haft áhrif á viðskipti milli samningsaðila og hafa að markmiði eða af
þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað
á því svæði sem samningur þessi tekur til, einkum samningar, ákvarðanir og
aðgerðir sem:
a) ákveða kaup- eða söluverð eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum
hætti;
b) takmarka eða stýra framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu;
c) skipta mörkuðum eða birgðalindum;
d) mismuna öðrum viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskipt-
um og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra;
e) setja það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendumir taki á sig við-
bótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né
samkvæmt viðskiptavenju.
2. Samningar og ákvarðanir sem grein þessi bannar eru sjálfkrafa ógildir.
3. Akveða má að ákvæðum 1. mgr. verði ekki beitt um:
- samninga eða tegundir samninga milli fyrirtækja;
- ákvarðanir eða tegundir ákvarðana af hálfu samtaka fyrirtækja;
- samstilltar aðgerðir eða tegundir samstilltra aðgerða sem stuðla að bættri fram-
leiðslu eða vörudreifingu eða efla tæknilegar og efnahagslegar framfarir, enda sé
neytendum veitt sanngjöm hlutdeild í þeim ávinningi sem af þeim hlýst, án þess
að:
a) höft, sem óþörf em til að hinum settu markmiðum verði náð, séu lögð á hlutað-
eigandi fyrirtæki;
b) slíkt veiti fyrirtækjunum færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar
verulegan hluta framleiðsluvaranna sem um er að ræða.
Reglan í 54. gr. EES (82. gr. samningsins um EB) bannar aftur á móti
athafnir fyrirtækja sem fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Greinin
hljóðar svo:
Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á yfirburðastöðu á svæðinu sem samningur þessi
tekur til, eða verulegum hluta þess, er ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa og
því bönnuð að því leyti sem hún kann að hafa áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
Slík misnotkun getur einkum falist í því að:
a) beint eða óbeint sé krafist ósanngjams kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjamir
viðskiptaskilmálar settir;
b) settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til
tjóns;
c) öðrum viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar við-
skiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt;
d) sett sé það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendumir taki á sig við-
bótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né
samkvæmt viðskiptavenju.
136