Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 48
Ákvæði 11. gr. samkeppnislaga hljóðar svo eftir gildistöku laga nr.
107/2000:
Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð.
Misnotkun skv. 1. mgr. getur m.a. falist í því að:
a. beint eða óbeint sé krafist ósanngjams kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir
viðskiptaskilmálar settir,
b. settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til tjóns,
c. viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og
samkeppnisstaða þeirra þannig veikt,
d. sett sé það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig við-
bótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né
samkvæmt viðskiptavenju.
Fyrir þessa breytingu var misnotkun markaðsráðandi stöðu ekki bönnuð
berum orðum fyrirfram í samkeppnislögum, heldur var aðeins hægt á grund-
velli 17. gr. laganna að banna háttsemi eða hegðun sem fól í sér misnotkun á
markaðsyfirráðum eftir á, þegar sýnt hafði verið fram á að hún hafi verið
skaðleg í tilteknu tilviki. Ákvæði 11. gr. eins og það er eftir breytinguna er
byggt á 54. gr. EES-samningsins og er efnislega sambærilegt við ákvæði í
danskri, sænskri, finnskri, breskri og hollenskri löggjöf.26 Til þess að fyrirtæki
geti fallið undir þetta ákvæði þarf það að vera markaðsráðandi. Þótt skilyrðið sé
sambærilegt við það sem felst í 54. gr. EES-samningsins horfir afmörkun
markaðarins, eðli málsins samkvæmt, við með öðrum hætti en samkvæmt því
ákvæði. Þá er í íslenska ákvæðinu ekki gerð krafa um áhrif á viðskipti milli
aðildarríkja EES-samningsins. Samkvæmt innlendum lagaviðhorfum telst
fyrirtæki vera markaðsráðandi þegar það hefur þann efnahagslega styrkleika að
geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að
verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og
neytenda, sbr. orðskýringar í 4. gr. samkeppnislaga.27
Ýmsar fleiri reglur felast í gildandi samkeppnislögum sem ekki eru ræddar
hér. Má nefna að í 12. gr. er að finna bann við samráði fyrirtækja um sam-
keppnishömlur. I 13. gr. ræðir um takmarkanir á gildissviði 10. gr. og skilyrði
um stærð fyrirtækjanna sem í hlut eiga og markaðsstöðu þeirra. I 14. gr. er
fjallað um fjárhagslegan aðskilnað þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða
fyrirtæki sem starfa að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis og í 16. gr.
ræðir um undanþágur frá 10. og 12. gr.
26 Sama heimild, sbr. II. kafli almennra athugasemda í greinargerð og athugasemdir við 4. gr.
frumvarpsins.
27 í athugasemdum við 4. gr. frumvarpsins er að finna ítarlegar skýringar við 4. gr. þess (11. gr.
laganna). Ekki er ástæða til að endurtaka þær hér.
142