Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 50
Tvenns konar spurningar vakna varðandi skýringu 17. gr. í fyrsta lagi hvenær samkeppnisráð geti gripið til aðgerða og í öðru lagi til hvers konar aðgerða ráðið geti gripið. Að því er fyrmefnda atriðið varðar er það einkum tvennt sem skiptir mestu fyrir efni þessarar greinar. Samkvæmt a-lið 1. mgr. 17. gr. getur misnotkun markaðsráðandi stöðu, sbr. 11. gr., orðið tilefni til aðgerða og samkvæmt c-lið 1. mgr. 17. gr. getur samkeppnisráð gripið til aðgerða vegna aðstæðna sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Það er einkum c-liður sem er athyglisverður í þessu sambandi. Augljóst er að með tilvísun til 11. gr. í a-lið 1. mgr. 17. gr. eru hafðar í huga aðstæður þar sem fyrirtæki hefur gerst brotlegt og má jafnvel hugsa sér að markaðsráðandi fyrirtæki hafi ítrekað gerst brotlegt. Aftur á móti virðist samkvæmt c-lið ekki nauðsynlegt að fyrir liggi tiltekið brot þar sem í orðalaginu felst almenn tilvísun til „aðstæðna“ á markaði sem skaðlegar séu samkeppni. I greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 107/2000 er vikið að þessu orðalagi c-liðar 1. mgr. 17. gr. Þar er m.a. bent á að orðalag þetta, sem kemur fyrir strax í lögunum frá 1993, hafi komið inn með breytingartillögu efnahags- og viðskiptanefndar. Taldi nefndin að samkeppnisráð þyrfti að hafa heimild til „að bregðast við, ekki vegna einhverra tiltekinna sérstakra ákvarð- ana í fyrirtæki sem lægju fyrir, ekki vegna samninga sem fyrirtæki hafa gert, ekki vegna einhverra skilmála eða athafna sem lægju fyrir og hægt væri að vísa í, heldur einfaldlega vegna aðstæðna sem menn gætu staðið frammi fyrir og kölluðu á að gripið væri til aðgerða“.29 Ekki er að finna frekari útlistanir á því hvers konar aðstæður geta fallið hér undir og raunar er erfitt að gera tæmandi grein fyrir því. Má e.t.v. orða það almenna sjónarmið að hér séu hafðar í huga þær aðstæður þegar yfirburðastaða einstaks fyrirtækis eða einstakra fyrirtækja á markaði er með þeim hætti að í henni sem slíkri, eða eftir atvikum í einstökum athöfnum þeirra, felist því sem næst sjálfkrafa samkeppnishömlur. Svo þetta sé heimfært upp á íslenskar aðstæður virðist geta komið til greina að líta svo á að aðstæður á dagvörumarkaði og byggingavörumarkaði, a.m.k. á höfuðborgar- svæðinu, geti fallið undir þetta orðalag. Samkeppnisráð hafi því heimildir til að grípa til aðgerða á þeim sviðum, án þess að fyrir liggi tiltekið brot, ef það metur markaðsaðstæður svo að þær séu samkeppnishamlandi. Síðari spurningin varðar það til hvers konar aðgerða samkeppnisráð getur gripið. Orðalag 2. mgr. 17. gr. er býsna víðtækt og opnar leið fyrir samkeppnis- ráð til að skerast í leikinn með ýmsum hætti. Þar sem aðstæður geta verið svo margvíslegar verða úrræðin sem falla undir 17. gr. seint tæmandi talin. Eðli málsins samkvæmt hljóta þau þó að takmarkast við að gefa fyrirmæli sem fela í sér að hið bannaða samráð eða hin bannaða hegðun fyrirtækis skuli stöðvuð 29 Orð þessi komu fram í ræðu Steingríms J. Sigfússonar í umræðu um nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar, sbr. B-mál 1992. 116. löggjafarþing. 68. 9. fundur 9. mál: Samkeppnislög frv. 8/1993. 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.