Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 53
ákvæði sérlaga eða ákvæði stjórnarskrár mæli fyrir um annað. Samkvæmt þessu lítur ráðið svo á að lögin vitni um þá skoðun löggjafans að samkeppnisráði væri nauðsynlegt að hafa tiltölulega frjálsar hendur um mat á því hvenær aðgerða væri þörf og til hvaða aðgerða þyrfti að grípa í hverju tilfelli svo að bregðast mætti við aðstæðum sem geta haft skaðleg áhrif á samkeppni á tilteknum markaði. Samkvæmt þessu er hvorugt talið með tæmandi hætti í 17. gr., þau atvik sem geta valdið því að samkeppnisráð grípi til aðgerða né þær aðgerðir sem ráðið getur gripið til. Síðan segir orðrétt í ákvörðun samkeppnisráðs. Hins vegar er ljóst, að samkeppnisráð, sem og önnur stjómvöld, verða að gæta almennra reglna stjómsýsluréttarins við ákvarðanatöku sína, þ.á m. meðalhófsreglu. Samkvæmt henni ber ávallt að beita þeim úrræðum sem minnst eru íþyngjandi fyrir þann eða þá sem sæta verða þeim ákvörðunum sem teknar eru, að því gefnu að úrræðin dugi til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Svo sem rakið hefur verið hér að framan er það skoðun samkeppnisráðs, að verði þær aðstæður sem fyrir hendi eru á fjarskiptamarkaðnum látnar afskiptalausar muni Landssíminn styrkja verulega þá yfirburðastöðu sem fyrirtækið hefur nú þegar. Þá hafa verið rakin þau úrræði sem til greina þykja koma. Ganga þau mislangt í að skerða athafnafrelsi Landssímans. Við mat á þeim úrræðum sem til greina kemur að beita verður samkeppnisráð að hafa til hliðsjónar og vega saman, hagsmuni Landssímans af því að fyrirtækið ráði starfrækslu fjarskiptakerfa sinna og hagsmuni keppinauta Landssímans, viðskipta- vina og neytenda af virkri samkeppni á markaðnum. í því sambandi verður sérstak- lega að huga að þeim þjóðhagslega mikilvægu hagsmunum sem löggjafinn hefur ákveðið að vernda beri með ákvæðum samkeppnislaga. Ef niðurstaða þessa mats sýnir að markmiði samkeppnislaga verði ekki náð með öðru og vægara móti en því að t.d. Landssíma íslands verði skipt upp eða fyrirtækið skyldað til að stofna sérstakt fyrirtæki utan um breiðband sitt er ótvírætt að heimilt er að grípa til slíkra aðgerða. Þessi niðurstaða styrkist og af þeim markmiðum sem lýst er í greinargerð með frumvarpi til fjarskiptalaga nr. 143/1996, sem fyrr er frá greint, og af viðeigandi ákvæðum EES-samningsins. Sú niðurstaða samkeppnisráðs að það hafi ótvíræðar heimildir til að mæla fyrir um skiptingu Landssímans er athyglisverð. Þótt aðstæður á fjarskipta- markaði kunni sumpart að vera þess eðlis að nauðsyn kallaði á slík úrræði í ríkara mæli en á öðrum sviðum sýnist að í þessum viðhorfum samkeppnisráðs felist að eigi sambærileg lýsing við um markaðsaðstæður á dagvörumarkaði eða byggingavörumarkaði hafi samkeppnisráð heimild til að mæla fyrir um að fyrirtæki sem starfa á þeim sviðum verði skipt upp eða fyrirtæki, eftir atvikum, stofni sérstök fyrirtæki um tiltekna þætti rekstursins. Ekki reyndi á þessi viðhorf í úrskurði áfrýjunamefndar samkeppnismála. Við áfrýjun málsins til nefndarinnar var m.a. gerð krafa um að þessi hluti ákvörðunarinnar yrði felldur úr gildi. Var því haldið fram að umfjöllun um stöðu mála á fjarskiptamarkaði og hugsanlegar íhlutunaraðgerðir samkeppnis- yfirvalda væru þess eðlis hún væri ígildi stjómvaldsákvörðunar. Taldi áfrýjandi, 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.