Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 56
72. gr.
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sfna nema
almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í
atvinnufyrirtæki hér á landi.
Samkvæmt þessu þurfa tvö meginskilyrði vera að vera fyrir hendi til að
takmarka megi þessi réttindi sem stjómarskráin annars tryggir: I fyrsta lagi að
niælt sé fyrir um þessar heimildir í almennum lögum frá Alþingi og í öðru lagi
að almannahagsmunir krefjist.
Ef skoðuð er íslensk dómaframkvæmd undanfarinna ára, einkum Hæsta-
réttar Islands, verður ljóst að í lagaáskilnaðarreglunni felst ennfremur að gera
verði vissar kröfur til löggjafarinnar.34 Af þeim leiðir að eðlilegt væri að gera
þá kröfu til slíkrar löggjafar að nokkuð nákvæmlega yrði gerð grein fyrir
heimilum úrræðum (uppskiptingu, skyldu til að selja eignir, skyldu til að hætta
tilteknum þáttum starfseminnar o.s.frv.). Þá er eðlilegt að löggjöfin mæli fyrir
um nánari skilyrði þess að slíkum úrræðum verði beitt, svo sem að fyrirtæki
hafi ráðandi stöðu (etv. yfirburðastöðu eða jafnvel einokun) á viðkomandi
markaði, það hafi ítrekað misnotað ráðandi stöðu sína eða eftir atvikum að staða
þess á markaði sé þess eðlis að hegðun þess feli því sem næst sjálfkrafa í sér
samkeppnishömlur sem ósamrýmanlegar séu markmiðum samkeppnislaga og
andstæðar hag neytenda. Þá yrði að gæta meðalhófsreglu, þannig að ljóst sé að
önnur og mildari úrræði muni ekki koma að notum. Ennfremur yrðu slrkar
reglur að vera almennar og taka til sambærilegra aðstæðna þannig að jafnræðis
sé gætt. Til viðbótar þyrfti í slíkum reglum að setja nánari fyrirmæli um það
hvernig staðið skuli að skiptingu og sölu eignarhluta ef því væri að skipta. Þótt
hér sé ýmissa atriða að gæta, og tæknileg útfærsla á einstökum atriðum kynni
að vera flókin, virðist að meginstefnu til að unnt eigi að vera að útfæra þetta
þannig að lagaáskilnaðarreglu þessara ákvæða stjómarskrárinnar væri fullnægt.
Hitt skilyrðið lýtur að almannahagsmunum. I íslenskri réttarframkvæmd er
það hið hefðbundna viðhorf að löggjafinn eigi þetta mat. A hinn bóginn benda
dómar Hæstaréttar frá síðustu árum til þess að dómstólar geti metið þetta að
34 Sjá t.d. Páll Hreinsson: „Lagaáskilnaðarregla atvinnufrelsisákvæðis stjómarskrárinnar“.
Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001. Reykjavík 2001, bls. 399-421. í grein Páls er vísað
til fjölmargra dóma sem veita vísbendingu um þær kröfur sem gera verður til slíkrar löggjafar.
150