Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 56
72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sfna nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. Samkvæmt þessu þurfa tvö meginskilyrði vera að vera fyrir hendi til að takmarka megi þessi réttindi sem stjómarskráin annars tryggir: I fyrsta lagi að niælt sé fyrir um þessar heimildir í almennum lögum frá Alþingi og í öðru lagi að almannahagsmunir krefjist. Ef skoðuð er íslensk dómaframkvæmd undanfarinna ára, einkum Hæsta- réttar Islands, verður ljóst að í lagaáskilnaðarreglunni felst ennfremur að gera verði vissar kröfur til löggjafarinnar.34 Af þeim leiðir að eðlilegt væri að gera þá kröfu til slíkrar löggjafar að nokkuð nákvæmlega yrði gerð grein fyrir heimilum úrræðum (uppskiptingu, skyldu til að selja eignir, skyldu til að hætta tilteknum þáttum starfseminnar o.s.frv.). Þá er eðlilegt að löggjöfin mæli fyrir um nánari skilyrði þess að slíkum úrræðum verði beitt, svo sem að fyrirtæki hafi ráðandi stöðu (etv. yfirburðastöðu eða jafnvel einokun) á viðkomandi markaði, það hafi ítrekað misnotað ráðandi stöðu sína eða eftir atvikum að staða þess á markaði sé þess eðlis að hegðun þess feli því sem næst sjálfkrafa í sér samkeppnishömlur sem ósamrýmanlegar séu markmiðum samkeppnislaga og andstæðar hag neytenda. Þá yrði að gæta meðalhófsreglu, þannig að ljóst sé að önnur og mildari úrræði muni ekki koma að notum. Ennfremur yrðu slrkar reglur að vera almennar og taka til sambærilegra aðstæðna þannig að jafnræðis sé gætt. Til viðbótar þyrfti í slíkum reglum að setja nánari fyrirmæli um það hvernig staðið skuli að skiptingu og sölu eignarhluta ef því væri að skipta. Þótt hér sé ýmissa atriða að gæta, og tæknileg útfærsla á einstökum atriðum kynni að vera flókin, virðist að meginstefnu til að unnt eigi að vera að útfæra þetta þannig að lagaáskilnaðarreglu þessara ákvæða stjómarskrárinnar væri fullnægt. Hitt skilyrðið lýtur að almannahagsmunum. I íslenskri réttarframkvæmd er það hið hefðbundna viðhorf að löggjafinn eigi þetta mat. A hinn bóginn benda dómar Hæstaréttar frá síðustu árum til þess að dómstólar geti metið þetta að 34 Sjá t.d. Páll Hreinsson: „Lagaáskilnaðarregla atvinnufrelsisákvæðis stjómarskrárinnar“. Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001. Reykjavík 2001, bls. 399-421. í grein Páls er vísað til fjölmargra dóma sem veita vísbendingu um þær kröfur sem gera verður til slíkrar löggjafar. 150
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.