Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 57
einhverju leyti.35 Af þessari dómaframkvæmd sýnist mega draga þá ályktun,
þótt löggjafinn hafi hér vafalaust talsvert mikið svigrúm, að það sé samt ekki
alveg ótakmarkað. Almennt má orða það svo að gera verði það sennilegt að
úrræði þessi verði talin nauðsynleg (a.m.k. æskileg) vegna almannahagsmuna,
m.a. vegna þess að styrkur fyrirtækis raski alvarlega samkeppni til tjóns fyrir
samkeppnisaðila þess og neytendur og jafnvel fyrir efnahagslífið í heild. Ef
brýnir efnahagslegir hagsmunir þjóðarinnar og almannahagsmunir yrðu taldir
krefjast þess að unnt væri að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum virðist
óhætt að ganga út frá því að dómstólar myndu almennt ekki hnekkja því mati.
Svarið við síðustu spumingunni verður þá það að unnt ætti að vera að
útfæra heimildir af því tagi sem um ræðir í þessari grein í samkeppnislögum
þannig að þær samræmist nefndum ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Taka verður fram að niðurstaðan sem hér hefur verið komist að er eingöngu
lögfræðileg. Hvort æskilegt sé, frá hagfræðilegu eða viðskiptafræðilegu sjónar-
miði, að samkeppnisyfirvöld hafi slíkar heimildir og hvort æskilegt sé að beita
þeim og þá við hvaða aðstæður er allt annað mál. Hið almenna markmið með
samkeppnislögum og lögum sem varða atvinnulífið almennt má orða svo að lög
og almenn stefnumörkun eiga að auka hagsæld svo mest sem unnt er. Það er
útbreidd skoðun hagfræðinga að hagsældin verði mest í samkeppni. Þetta er
einnig í takt við þau meginstjómmálaviðhorf sem efst eru á baugi meðal
vestrænna ríkja. Samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja eða staða á markaði
vinnur gegn slíkum markmiðum og getur þannig verið andstæð almannahags-
munum. Um gildi þess að skipta upp fyrirtækjum gegn vilja eigenda til að ná
samkeppnislegum markmiðum er deilt meðal hagfræðinga, viðskiptafræðinga
og annarra sem láta sig þetta varða. Skipting AT&T og svo aftur málaferlin
vegna Microsoft hafa leitt mikillar rökræðu um gildi þess að ganga svo langt að
skipta fyrirtækjum hreinlega upp með valdi. Margir em þeirrar skoðunar að
ávinningurinn af uppskiptingu AT&T hafi verið verulegur og aukið mjög sam-
keppni á fjarskiptasviðinu og það síðan leitt til lækkandi verðs til neytenda.
Aðrir eru á þeirri skoðun að þessi aðgerð sem slík hafi engu skilað og eingöngu
gert það að verkum að búnar voru til minni og óhagkvæmari rekstrareiningar.
Lækkandi verð á fjarskiptaþjónustu héldist aftur á móti í hendur við betri og
hagkvæmari tækni fyrst og fremst en ekki uppskiptingu AT&T.
Hér verður ekki tekin afstaða til þessara deiluefna en bent á að á endanum
mótast viðhorf manna til þessara mála að nokkru af stjómmálaviðhorfum
þeirra. Þeir sem hafa mesta trú á markaðinum telja að markaðurinn sjálfur muni
35 Sjá t.d. dóm Hæstaréttar íslands 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000: Ákæruvaldið gegn Bimi
Kristjánssyni, Svavari Rúnari Guðnasyni og Hymó ehf. í dóminum segir Hæstiréttur m.a. að
„(r)íkir og augljósir almannahagsmunir em bundnir við vemdun og hagkvæma nýtingu fiskistofna
á fslandsmiðum". Stuttu síðar í sama dómi segir: „Krefjast almannahagsmunir þess að frelsi manna
til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni séu settar skorður af þessum sökum“. Eftir þessu að dæma
meta dómstólar að nokkm marki hvort skilyrðinu um almannahagsmuni sé fullnægt.
151