Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 66

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 66
Ef orðalag framangreindrar undantekningar í dóminum er túlkað í samræmi við þær meginreglur sem 4. og 6. gr. laganna eru byggðar á verður að ætla að einvörðungu hafi verið heimilt að leggja á B-gatnagerðargjald áður en verki var lokið þegar þau skilyrði væru uppfyllt 1) að komið hafi verið nálægt verklokum 2) að eftir hafi verið einungis minniháttar framkvæmdir og 3) að hægt hafi verið að reikna út eða áætla með nokkurri vissu hvað sá verkþáttur mundi kosta, þannig að tryggt væri að ekki yrði innheimt gjald umfram kostnað. I 2. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna er tekið fram að sveitarstjórn sé heimilt að ákveða í samþykkt að greiðslu B-gatnagerðargjalds sé dreift á tiltekið árabil eftir því sem nánar sé tiltekið í samþykktinni. I athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld er tekið fram að þessu ákvæði sé ætlað að létta greiðslubyrði húseiganda.4 2.2.8 Tímafrestur varðandi álagningu B-gatnagerðargjalda og fyrning krafna til heimtu gatnagerðargjalda B-gatnagerðargjöld var heimilt að leggja á gjaldendur vegna lagningar bundins slitlags og gangstétta sem framkvæmd var eftir gildistöku laga nr. 51/1974. Óheimilt var talið að leggja slík gjöld á vegna framkvæmda sem átt höfðu sér stað fyrir gildistöku laganna enda þá um afturvirka gjaldtöku að ræða, sbr. H 1984 560. Þá má einnig geta þess að það var niðurstaða félagsmála- ráðuneytisins í úrskurði frá 20. september 2001 að samningur Seltjarnames- hrepps við lóðarleigutaka frá 1966, um að hann skyldi greiða gatnagerðargjöld þegar götur og tilheyrandi lagnir hefðu verið lagðar um hverfið, skorti lagastoð. Af þeim sökum voru gjöld, sem lögð voru á eiganda, lóðarleigutakann, árið 2001 á grundvelli samningsins, felld úr gildi. í 4. gr. laga nr. 51/1974, sbr. 1. gr. laga nr. 31/1975, mátti innheimta B-gatna- gerðargjald vegna gatna sem bundið slitlag hafði verið sett á og gangstéttir lagðar við, enda væri ekki lengri tími en fimm ár liðinn frá þeim fram- kvæmdum. Samkvæmt ákvæðinu höfðu sveitarstjórnimar því valdheimildir í fimm ár til álagningar gjaldanna. Eftir þann tíma glötuðu þær þessum heimild- um þannig að ákvarðanir sveitarstjómar um álagningu B-gatnagerðargjalda eftir fimm ára tímamarkið voru ógildar, sbr. t.d. úrskurð félagsmálaráðuneyt- isins frá 10. nóvember 1997. Gatnagerðargjöld, sem löglega höfðu verið á lögð innan framangreinds fimm ára frests, fymdust á fjórum árum skv. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fymingu skulda og annarra kröfuréttinda. 4 Alþt. 1973, A-deild, bls. 1543. 160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.