Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 74
I ljósi þess að gatnagerðargjöld eru tryggð með lögveðrétti fymast gjöldin á
fjórum árum, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra
kröfuréttinda.
3.9 Endurgreiðsla gatnagerðargjalds
I 2. mgr. 1. gr. laga nr. 17/1996 er kveðið svo á að sé lóðarúthlutun aftur-
kölluð, lóð skilað, byggingarleyfi afturkallað eða ekki nýtt af lóðarhafa, beri
sveitarfélagi að endurgreiða gatnagerðargjald af viðkomandi lóð. í athuga-
semdum við 1. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 17/1996, er tekið fram
að í greininni komi fram tæmandi talning á þeim tilfellum þegar sveitarstjóm sé
skylt að endurgreiða gatnagerðargjald.13 Ekki verður séð að þessi fullyrðing fái
staðist. Þannig verður að ætla að sveitarstjóm bæri t.d. að endurgreiða gatna-
gerðargjald ef ákvörðun sveitarstjórnar um úthlutun lóðar yrði ógilt með dómi.
í 1. mgr. 6. gr. laganna er m.a. tekið fram að félagsmálaráðherra skuli setja
nánari ákvæði í reglugerð um endurgreiðslu gatnagerðargjalds. í 2. mgr. 9. gr.
reglugerðar nr. 543/1996 um gatnagerðargjald er tekið fram að endurgreiðslu
gatnagerðargjalds, þegar lóðarhafi skilar lóð eða lóðarúthlutun er afturkölluð,
sé heimilt að fresta þar til lóð er úthlutað að nýju en þó ekki lengur en í 6
mánuði. Frestur til endurgreiðslu er í öðrum tilvikum einn mánuður frá því að
lóðarhafi krefst endurgreiðslu gatnagerðargjalds.
I 3. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 543/1996 er tekið fram að gatnagerðargjald
skuli endurgreitt og verðbætt miðað við vísitölu byggingarkostnaðar eftir því
sem kveðið sé á um í gjaldskrá. I f-lið 11. gr. reglugerðarinnar er tekið fram að
í gjaldskrá sveitarfélags skuli kveðið á um tilhögun endurgreiðslu gatnagerðar-
gjalds, sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. I Ijósi þess að nú er svo fyrirmælt að gjald
skuli endurgreitt og verðbætt miðað við vísitölu byggingarkostnaðar ætti ekki
lengur að vera hætta á að slíkt uppgjör verði jafn bersýnilega ósanngjamt og
raun varð á í máli því sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar, H 1982 593. Þar
hafði gjaldandi greitt helming gatnagerðargjalds hinn 18. janúar 1977, en
gjaldið nam í heild kr. 1.160.044. Úthlutun lóðarinnar var afturkölluð og henni
endurúthlutað til sama gjaldanda í mars árið 1978. Gjaldið var nú lagt á að nýju
og liafði í millitíðinni hækkað vegna óðaverðbólgu. Nam gjaldið nú kr.
1.716.245. Gjaldandinn taldi að uppgjöri ætti að haga þannig að annað hvort
ætti að færa honum til tekna með fullu álagi samkvæmt hækkun vísitölu bygg-
ingarkostnaðar þær kr. 580.022, sem hann hafði greitt, eða sú greiðsla ætti að
teljast lúkning á helmingi gatnagerðargjalds af lóð hans, svo sem það var
ákveðið eftir endurúthlutun lóðarinnar. A þetta var ekki fallist. Gjaldandinn var
hvorki talinn hafa sýnt fram á lagaheimild til að krefjast vísitöluálags á það fé
né var talið unnt að líta svo á að þessi greiðsla hans, þótt hún hefði numið hálfu
áætluðu gatnagerðargjaldi samkvæmt lóðarúthlutuninni í desember 1976, ætti
13 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 991.
168