Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 83
ísland situr því við sama borð og aðildarríki ESB bæði hvað varðar tímafrest og efni landslaga sem setja skal til að fara að tilskipuninni. Frumvarp til að lög- leiða tilskipunina á Islandi var lagt fram á Alþingi á haustþingi 2001. 2. MARKMIÐ Rafræn viðskipti þekkja engin landamæri. Þetta er megineinkenni rafrænna viðskipta og það sem gerir þau frábrugðin öðrum hefðbundnari aðferðum. Þá gerast þau með meiri hraða en hefur áður þekkst um aðferðir til að koma á viðskiptum. Því var markmiðið með setningu tilskipunarinnar að skapa raun- verulegt svæði án landamæra fyrir þjónustu í upplýsingasamfélaginu. I tilskip- uninni er fyrst og fremst leitast við að ná þessu markmiði með því að skapa réttaröryggi og tiltrú neytenda. Tilskipunin er þverfagleg. Hún gildir um þjónustu á hvaða sviði sem er, s.s. á sviði fjarskipta, fjármálaþjónustu eða læknisfræðilegrar ráðgjafar, svo framar- lega að hún fari fram með rafrænum hætti. 3. GILDISSVIÐ - ÞJÓNUSTA í UPPLÝSINGASAMFÉLAGINU Tilskipunin notar hugtakið „þjónusta í upplýsingasamfélaginu“ í stað þess að tala um netið, Internetið eða beinlínutengda starfsemi. Með þessu er verið að leitast við að nota „tæknilega hlutlaust" hugtak, sem er víðtækt og lítil hætta á að úreldist. I frumvarpi því til laga sem ætlað er að lögleiða tilskipunina á Islandi er þó notað hugtakið „rafræn viðskipti“. Tilskipunin hefur að geyma eftirfarandi skilgreiningu á „þjónustu í upplýs- ingasamfélaginu“: Þjónustan er venjulega veitt gegn greiðslu (en er ekki nauðsynlega greidd af þeim sem nýtur hennar). Þjónustan er veitt úr fjarlægð. Þjónustan er veitt með rafrænum búnaði fyrir gagnavinnslu og gagna- geymslu. Þjónustan er veitt að beiðni þess einstaklings sem þiggur þjónustuna. Dæmi um þjónustu sem fellur undir ofangreinda skilgreiningu er pöntunar- sjónvarp (gagnvirkt sjónvarp) eða viðskiptaorðsendingar í tölvupósti, en aftur á móti eru sjónvarp og útvarp ekki talin til slíkrar þjónustu því að það efni er ekki látið í té samkvæmt sérstökum beiðnum. Þá er notkun tölvupósts af hálfu ein- staklinga ekki talin til þjónustu í þessum skilningi, þótt hún sé liður í samn- ingagerð, nema hún sé gerð í atvinnuskyni. Tilskipunin nær einungis til sviða sem eru samræmd í Evrópusambandinu. Því nær hún ekki til skattlagningar svo að dæmi sé nefnt. Þá gildir hún ekki um réttarsvið þar sem ítarleg Evrópulöggjöf hefur verið sett um, s.s. vemd persónuupplýsinga eða samkeppnisrétt. Tilskipunin gildir aðeins fyrir þann hluta viðskiptanna sem fram fer á netinu eða með öðmm rafrænum hætti. 177
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.