Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 89

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 89
EFTA/EES ríkin (ísland, Liechtenstein og Noregur) hafa tekið þátt í þessu samstarfi frá upphafi. Sennilega þarf Island að taka til endurskoðunar úrlausn neytendamála utan dómstóla af þessu tilefni. Rísi ágreiningur um framkvæmd rafræns samnings skal leysa úr honum í samræmi við réttarreglur staðfesturíkisins. Undanþága frá þessu er varðandi neytendasamninga en neytandi á rétt á að úr ágreiningi um efndir samnings fari samkvæmt lögum í búsetulandi hans. Þessar reglur er að finna í svonefndum Rómarsáttmála um hvaða lög gilda um samningsréttarlegar skuldbindingar.6 Tilskipunin vísar til sáttmálans en EFTA ríkin, Island, Liechtenstein og Noregur, eru ekki aðilar að honum. Varðandi lögsögu dómstóla til að leysa úr ágreiningi er vísað til svonefnds Brusselsáttmála um vamarþing, viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamál- um. EFTA ríkin, þ.á m. Sviss, gerðu samhljóða sáttmála við ESB ríkin sem nefnist Luganosáttmálinn. Nú hefur Brusselsáttmálinn verið gerður að reglu- gerð ráðherraráðsins7 en hún fellur ekki undir EES-samninginn og verður því ekki tekin upp í hann. 12. VIÐURLÖG í 20. gr. segir að aðildarríki skuli ákveða viðurlög sem gildi um brot á innlendum ákvæðum sem samþykkt verða samkvæmt tilskipuninni. í formála með tilskipuninni segir að þeim beri þó ekki skylda til að ákvarða viðurlög á sviði refsiréttar. 13. GREIÐSLUR Öruggur greiðslumáti er lykilatriði fyrir þróun rafrænna viðskipta, einkum neytendaviðskipta. Enn hefur ekki verið fundin hraðvirk, örugg og ódýr leið til að greiða yfir landamæri. Umrædd tilskipun tekur ekki á þessu vandamáli. Enn er algengast að greitt sé með kreditkorti fyrir viðskipti á netinu. Aður en íslenskur þjónustuaðili getur tekið við greiðslum með þeim hætti þarf hann að hafa til þess gerðan hugbúnað til að geta tengst rafgreiðslukerfinu (RAS) og gera sérstakan samning við RAS-þjónustuna þar að lútandi eða eftir atvikum að tengjast erlendu færslusöfnunarkerfi. Verið er að þróa rafeyri til að hlaða í tölvur og snjallkort. ESB er með í smíðum tillögur að því hvemig hamla má gegn misferli með og fölsun á öðram greiðslumiðli en peningum. 6 The Rome Convention on the law applicable to contractual obligations, 19.6.1980. 7 Council Regulation No 44/2001 of 22 December 2000 on jurisdiction and the recognition and enforcement of judgements in civil and commercial matters. 183
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.