Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 93
vemd, Félagaréttur I, Félagaréttur II (félaga- og kauphallarréttur), Fjölmiðla-
réttur, Fullnusturéttarfar I og II (fyrir diplómanemendur), Hlutverk dómara og
lögmanna við meðferð einkamála og opinberra mála, Kvennaréttur, Leiguréttur,
Persónuupplýsingar og einkalífsvemd, Rafbréf og önnur viðskiptabréf, Réttar-
far-formreglur (fyrir diplómanemendur), Réttarsaga, Réttarheimspeki, Saman-
burðarlögfræði, Skattaréttur, Starfsmannaréttur, Umhverfisrefsiréttur, Upplýs-
ingaöflun og heimildavinna (fyrir diplómanemendur), Verðbréfamarkaðsréttur
og Þjóðaréttur.
4. NÁMSKEIÐ Á ENSKU FYRIR ERLENDA LAGANEMA
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á námskeið í lögfræði á ensku við
lagadeild fyrir erlenda laganema. Fjögur námskeið hafa verið kennd á haust-
misseri en vegna aukinnar eftirspumar er nú einnig boðið upp á námskeið á
vormisseri. Þessi námskeið hafa verið kennd á haustin: Comparative Criminal
Law, European Law I, Legal History og The Law of the Sea. Á vorin eru kennd
námskeiðin European Law II, Topics in Jurisprudence and Constitutional
Theory og Intemational Environmental Law. Að meðaltali em um 15 erlendir
laganemar í námi þessu við lagadeild á hverju háskólaári. Frá haustinu 2002
verður íslenskum laganemum einnig heimilað að skrá sig í námskeið þessi.
5. ENDURMENNTUNARMÁL
Frá árinu 1997 hefur verið x gildi endurmenntunarsamningur milli laga-
deildar og félaga lögfræðinga og hefur lögfræðingum verið heimilað að stunda
nám í kjörgreinum sem kenndar em við lagadeild. Hafa þó nokkrir lögfræðingar
stundað nám við deildina samkvæmt samningi þessum en þeir eru ekki eins
margir og gert var ráð fyrir.
6. HÚSNÆÐIS- OG TÆKJAMÁL
Haldið hefur verið áfram endurbótum í Lögbergi, húsi lagadeildar, sem og á
tölvu- og tækjakosti deildarinnar. Stærsta kennslustofan, L-101, hefur m.a.
verið endurskipulögð frá gmnni og er það til mikilla bóta. Einnig hafa verið
settir upp skjávarpar með viðeigandi tölvubúnaði í fimm kennslustofur í
Lögbergi. Á haustmánuðum 2000 var ákveðið að bjóða upp á vinnuaðstöðu í
Lögbergi fyrir doktorsnema í lögfræði, fræðimenn, gestafyrirlesara, aðjúnkta
og stundakennara við lagadeild. Vinnuherbergið er kallað Lögvísindastofa. Er
þar aðstaða fyrir fimm manns og hefur nýting verið góð.
7. BÓKASAFNSMÁL
Bókasafn lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi og er það útibú frá Lands-
bókasafni Íslands-Háskólabókasafni, sjá heimasíðu safnsins http://www.bok.hi.
is/utlan/lagadeild.htm. Auður Gestsdóttir bókasafnsfræðingur hefur umsjón
með bókasafninu í Lögbergi.
187