Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 94
8. HELSTU NEFNDIR OG RÁÐ VIÐ LAGADEILD VORIÐ 2002
Lagastofnun, stjórn:
Áslaug Björgvinsdóttir formaður, Bjöm Þ. Guðmundsson, Páll Sigurðsson,
Stefán Már Stefánsson og Árni Sigurjónsson laganemi fyrir hönd Orators.
Meistaranámsnefnd í sjávarútvegsfræðum:
Skúli Magnússon lektor, Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri og Guðrún
Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar.
Meistaranámsnefnd í umhverfisfræðum:
Ragnheiður Bragadóttir prófessor, Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri og
Bjöm Gunnarsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar.
Bókasafnsnefnd:
Viðar Már Matthíasson formaður, Páll Sigurðsson og Hákon Zimsen laganemi.
Erasmus og Nordplus:
Ásta Edda Jónsdóttir og Stefán Már Stefánsson.
Kynningarnefnd lagadeildar:
Páll Hreinsson.
Námsnefnd:
Deildarforseti, Kolbrún Linda Isleifsdóttir, Jónatan Þórmundsson og laga-
nemamir Ámi Sigurjónsson og Edda Björk Andradóttir.
9. STJÓRN ORATORS, FÉLAGS LAGANEMA, STARFSÁRIÐ 2001-2002
Ásta Guðjónsdóttir formaður, Guðjón Ármannsson varaformaður, Eva
Halldórsdóttir gjaldkeri, Katrín Smári Ólafsdóttir skemmtanastjóri, Guðríður
Svana Bjamadóttir alþjóðaritari, Heiða Björg Pálmadóttir funda- og menn-
ingarmálastjóri og Stefán Andrew Svensson ritstjóri Úlfljóts. Fulltrúar laga-
nema á deildarfundum eru Björk Viðarsdóttir, Guðjón Ármannsson og Ragn-
heiður Þorkelsdóttir.
10. FYRIRLESARAR, GESTIR OG RÁÐSTEFNUR
Á tímabilinu 2000-2001 var haldið áfram þeirri stefnu lagadeildar að kalla til
erlenda sérfræðinga til kennslu og fyrirlestrahalds á vegum deildarinnar.
Ennfremur eru reglulega haldnir fræðafundir og ráðstefnur, bæði á vegum
lagadeildar og í samstarfi við Orator, félag laganema, Lagastofnun, Holl-
vinafélag lagadeildar, Lögfræðingafélag Islands og Lögmannafélag íslands.
11. ERLEND SAMSKIPTI
Kennara- og stúdentaskipti
Erlend samskipti lagadeildar hafa aukist mjög hin síðari ár, ekki síst með
tilkomu svokallaðra laganeta í Evrópu, fyrst og fremst Nordplus og Erasmus.
Nordplus er styrktarkerfi fyrir nemendur og kennara, sem ætlað er að auðvelda
nemenda- og kennaraskipti milli Norðurlandanna. Evrópunetið nefnist Erasmus
og er eins og Nordplus ætlað að auðvelda nemenda- og kennaraskipti milli
188