Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 35
ar, sbr. t.d. H 1994 2603, H 1995 1043, H 1995 2300, H 1996 2584, H 1997
1160, H 1997 2072, H 1997 3618, H 1998 1376, H 1999 2147.
5. SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR
Eins og heiti ritgerðar þessarar ber með sér er markmið hennar að skoða
hvernig Hæstiréttur beitir lögunum um Mannréttindasáttmála Evrópu. í kafla
4.1 er gerð grein fyrir dómum sem bera vitni um áhrif ólögfestra þjóðréttar-
samninga við lögskýringar. Meginniðurstöður þess hluta eru: (i) Það er viðtek-
in regla í íslenskum rétti að skýra beri lög til samræmis við þjóðréttarsamninga
eftir því sem kostur er. (ii) Reglan á við þegar skýrð eru ákvæði almennra laga
(og almennra stjórnsýslufyrirmæla) og einnig eru dæmi þess að henni sé beitt
þegar skýrð eru ákvæði stjórnarskrárinnar. (iii) Reglunni er oftast beitt til að ná
fram skýringu landsréttar, þ.m.t. stjómarskrár, sem stuðlar að ríkari vemd rétt-
inda borgaranna en ella myndi leiða af viðkomandi lögum. Reglunni virðist þó
einnig beitt til að skjóta stoðum undir skýringar sem löghelga íþyngjandi ráð-
stafanir stjómvalda og takmarkanir á réttindum sem stjómarskráin annars
verndar. (iv) Bent er á að einstaka dómar Hæstaréttar ganga lengra en rúmast
innan skýringarreglunnar og sem túlka má þannig að þjóðréttarreglu sé beitt
sem réttarheimild. Þessi atriði er heppilegt að hafa í huga m.a. við mat á því at-
riði hvort lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu hefur einhverju breytt að því
er varðar stöðu hans sem réttarheimildar. Skiptir í því efni máli sú staðreynd að
fyrir lögfestingu sáttmálans var farið að gæta að vissu marki þeirra aðferða og
sjónarmiða sem nú marka sérstöðu laga nr. 62/1994.
Að því er varðar stöðu sáttmálans eftir lögfestingu hans er því haldið fram
að þrátt fyrir að sáttmálinn hafi formlega stöðu sem almenn lög sýni dómar sem
hér hafa verið reifaðir og ræddir að í dómaframkvæmd Hæstaréttar er rík til-
hneiging til að gera ákvæðum hans hærra undir höfði en leitt verður af form-
legri stöðu laganna.23 Þetta er líklega að einhverju leyti óhjákvæmilegt og leið-
ir beinlínis af eðli þeirra réttinda sem grundvallarréttinda, sem lögum nr.
62/1994 og sáttmálanum er ætlað að standa vörð um. Þá leiðir þetta einnig að
nokkru leyti af þjóðréttarlegum bakgrunni ákvæða sáttmálans og þeirri viður-
kenndu reglu í íslenskum rétti að skýra beri lög til samræmis við þjóðréttar-
skuldbindingar. Áhrifin eru þó miklu ríkari en beinlínis verða leidd af þeirri
reglu einni og sér, enda er henni beitt við skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar
og jafnframt til að löghelga takmarkanir á vernd réttinda sem annars er mælt
fyrir um í stjómarskrá. Þó er bent á að þessara aðferða var farið að gæta við
beitingu sáttmálans fyrir lögfestingu hans og því vafasamt að lögfestingin ein
og sér ráði úrslitum í þessu efni, þótt dómunum fjölgi og þeir verði afdráttar-
lausari og skýrari eftir lögfestinguna. Ennfremur hafa hér eflaust mikla þýðingu
ráðagerðir sem fram koma í fmmvarpi til laga nr. 62/1994 annars vegar og
23 Á þetta m.a. bendir Páll Pórhallsson í grein sinni: „Lögfesting mannréttindasáttmála Evrópu“
(1994), bls. 164-166.
369