Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 60
gegn 10. gr. MSE. Dómurinn vakti ntikla umræðu um skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmálanum, hvort huga þyrfti nánar að stöðu hans að íslenskum rétti og hvort íslensk löggjöf samrýmdist nægilega ákvæðum sáttmálans. Til þess að bregðast við niðurstöðu dómstólsins í Þorgeirsmálinu skipaði dómsmálaráðherra nefnd sem falið var að kanna hvort þörf væri á sér- stakri vernd opinberra starfsmanna eins og gert var ráð fyrir í 108. gr. alm. hgl. en jafnframt var nefndinni falið að kanna hvort ekki væri tímabært að Mann- réttindasáttmáli Evrópu yrði lögtekinn hér á landi. Fyrrgreint refsiákvæði 108. gr. alm. hgl. var á þessum tíma svohljóðandi: Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldu- starfi sínu, eða við hann. eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt. Meirihluti nefndarinnar taldi að ekki yrðu dregnar afdráttarlausar ályktanir um það hvort ákvæðið sem slíkt samrýmdist 10. gr. MSE enda hlyti beiting þess að verða mjög matskennd í ýmsum atriðum og ekki lægi fyrir framkvæmd sem sýndi fram á afgerandi túlkun mannréttindadómstólsins um æruvernd opinberra starfsmanna. Þótt nefndin væri sammála um ýmis atriði varðandi breytingu á þeirri vernd sem opinberum starfsmönnum var veitt með ákvæðum 108. gr., einkum að fella brott niðurlagsmálslið hennar, varð ekki samstaða um að gera eina tillögu um breytingu á þessari lagagrein. Lagði nefndin því til þrjá valkosti um breytingar á ákvæðinu, en þriðji kosturinn og sá sem lengst gekk var að fella niður 108. gr. án þess að nokkrar sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til mótvægis við þá breytingu varðandi lagavemd æru opinberra starfsmanna. Var þá miðað við að í nútímaþjóðfélagi væri ekki ástæða til að veita tilteknum hópi sérstaka aðstöðu til málsóknar vegna skamma, móðgana eða aðdróttana þar sem ákvæði XXV. kafla alm hgl. ættu að vera nægjanleg opinberum starfsmönnum eins og öðrum.42 í frumvarpi til laga nr. 71/1995 var þriðji kosturinn valinn og lagt til að 108. gr. alm. hgl. yrði felld brott með vísan til niðurstöðu mannréttindadómstólsins og álits nefndarinnar. í athugasemdum við frumvarpið komu að auki fram eftir- farandi röksemdir fyrir tillögunni: Þessu til viðbótar er rétt og skylt að nefna að viðhorf til tjáningarfrelsis hafa gjör- breyst á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því að almenn hegningarlög voru sett. Þannig brýtur það í bága við nútímaviðhorf til tjáningarfrelsis að lýsa aðdróttun refsiverða þótt sönnuð sé, sbr. niðurlag 108. gr. almennra hegningarlaga. Þá sýnir niðurstaða 42 Greinargerð nefndar um mannréttindasáttmála Evrópuráðsins varðandi afstöðu nefndarinnar til 108. gr. almennra hegningarlaga. Birt sem fylgiskjal með frumvarpi sem varð að lögum nr. 71/1995. Alþt., A-deild 1994-1995, bls. 3413. 394
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.