Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 51
unarakstursmála og harkaleg ummæli m.a. þess efnis að lögregla hundelti menn og falsaði blóðsýni. Ekki var vikið að álitaefnum um 72. gr. stjskr. en fallist var á að í greinunum fælist ærumeiðandi aðdróttun að ótilteknum starfsmönnum í lögregluliði Reykjavíkur. Tveir dómarar í Hæstarétti voru þó á öðru máli og vildu sýkna einkum með vísan til þess að ekki væri um að ræða ásakanir blaðs- ins á hendur lögreglunni í Reykjavík í heild og ekki heldur tilteknum lögreglu- mönnum. Var ekki talið, með hliðsjón af efni fyrirsagna og greina í heild, að svo langt væri gengið að brotið væri gegn 108. gr. alm. hgl. sem skýra bæri með hliðsjón of grundvallarreglum um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti. í H 1987 1280 var rithöfundurinn Þorgeir Þorgeirson dæmdur til sektarrefs- ingar vegna tveggja blaðagreina sem birtust eftir hann með harðri gagnrýni á lögregluna í Reykjavík, ásökunum um lögregluofbeldi og áskorunum til dóms- málaráðherra um að taka á vandamálinu. Voru greinarnar skrifaðar í kjölfar fréttaflutnings og umræðu um tiltekið mál sem vakti mikla opinbera umræðu, þar sem maður hafði kært lögreglumenn fyrir harðræði við handtöku. Var refsi- mál höfðað gegn Þorgeiri fyrir brot á 108. gr. alm. hgl. vegna ummæla hans í garð lögreglunnar. í dómi héraðsdóms var rökstutt hvort refsing fyrir aðdróttan- irnar færi gegn prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnar. Ekki virtist vega þungt sú meginmálsvöm Þorgeirs að hann hefði með skrifum sínum verið að sinna rithöfundarskyldum sínum og viljað vekja athygli á mikilvægu samfélagslegu málefni, upplýsa almenning um líkamstjón sem hlotist hefði af lögregluofbeldi og kalla eftir aðgerðum yfirvalda. Ekki var fallist á að Þorgeir nyti nokkurra sérréttinda eða ríkara málfrelsis en aðrir vegna starfa sinna sem rithöfundur, en að öðru leyti var engin afstaða tekin til tilgangs blaðaskrifanna sem slíkra. A það var bent að 72. gr. stjskr. gerði ráð fyrir því að menn yrðu sóttir til ábyrgðar fyrir ummæli á prenti eða fyrir að viðhafa tiltekin ummæli opinberlega, og var auk fyrrgreindrar 108. gr. m.a. vísað til ákvæða XXV. kafla alm. hgl. um æru- vernd. Var fallist á að í ummælum Þorgeirs fælust ærumeiðandi aðdróttanir sem beindust að ónafngreindum og ótilteknum starfsmönnum í lögregluliði Reykja- víkur og brytu gegn 108. gr. Hæstiréttur féllst á niðurstöðu héraðsdóms um sak- fellingu án frekari rökstuðnings. í sératkvæði við dóminn var á það bent að marka þyrfti skýrt hvem ummæli væru talin meiða. Væri það nauðsynlegt vegna vamar ákærða og þess vandasama úrlausnarefnis hvaða takmörk væri óhjákvæmilegt að setja umræðu um almenn málefni í þessu tilliti. Var ekki fallist á að ærumeiðandi aðdróttanir gætu beinst að ótilteknum hópi manna. Skýra yrði 108. gr. alm. hgl. með hliðsjón af grundvallarreglu íslenskrar stjórn- skipunar um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti og voru ekki talin skilyrði til að refsa ákærða. Dómurinn í Þorgeirsmálinu átti eftir að hafa ýmsar afleiðingar bæði fyrir vernd tjáningarfrelsis og einnig stöðu Mannréttindasáttmála Evrópu að íslensk- um rétti. Hér skapaðist tilefni til kærumáls sem leiddi síðar til fyrsta áfellisdóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli gegn íslandi. Atti sá áfellisdómur stóran þátt í endurmati á því hvemig rétt væri að tryggja betur stöðu sáttmálans að 385
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.