Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 15
H 1998 4076 (kvótadómurinn fyrri) Málavextir voru þeir að sjávarútvegsráðuneytið synjaði V um leyfi til veiða í at- vinnuskyni og um aflaheimildir. I málinu vísaði stefnandi m.a. til jafnræðisreglu ís- lensku stjómarskrárinnar. I dómi Hæstaréttar segir m.a.: „I 1. mgr. 65. gr. stjómar- skrárinnar er kveðið á um það, að allir skuli jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðm leyti. Jafnræðisregla þessi var áður meðal ólög- festra grundvallarreglna í íslenskri stjórnskipun. Hún á sér nokkra hliðstæðu í 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966, sem Island er aðili að, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 í C-deild Stjómartíðinda“. í dóminum segir aðeins að jafnræðisregla 65. gr. stjómarskrárinnar eigi sér hliðstæðu í 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966. Tilvísun til þessara sáttmála í dómi Hæstaréttar er í samræmi við athugasemdir í greinargerð með fmmvarpi því sem varð að stjómskipunarlögum nr. 97/1995,4 Þar er tekið fram að jafnræðisreglan sé skýrlega orðuð í alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um sem ísland sé aðili að og því til eðlilegrar samræmingar að festa hana í stjómarskrá. Ekki er ljóst hvaða ályktanir verða dregnar af þessum tilvísunum Hæstaréttar varðandi beina þýðingu þessara sáttmálagreina fyrir úrlausn máls- ins, einkum 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi sem ekki hefur verið lögfestur á íslandi. Eðlilegast sýnist að leggja í þetta þann skiln- ing að við skýringu á jafnræðisreglu stjómarskrárinnar beri að hafa hliðsjón af skýringum þeirra ákvæða alþjóðsáttmála sem vitnað er til. Verður væntanlega einnig að skilja athugasemdir í greinargerð með fmmvarpi til stjómskipunarlaga á sama hátt. Ef þessi skilningur er lagður til grundvallar vitnar dómurinn um áhrif ólögfestra þjóðréttarreglna, í þessu tilviki 26. gr. alþjóðasamnings um borg- araleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966, á skýringu stjómarskrárinnar. H 1999 390 Málavextir voru þeir að R, sem var blind, hvarf frá námi við Háskóla íslands. Hélt hún því fram að hún hefði ekki fengið þá aðstoð og aðstöðu sem fötlun hennar útheimti og krafðist skaðabóta. R vísaði til fjölmargra alþjóðasamninga og alþjóða- samþykkta kröfum sínum til stuðnings. Hafa ber í huga að atvik málsins gerðust að mestu fyrir gildistöku laga nr. 62/1994. Um þýðingu Mannréttindasáttmála Evrópu í málinu segir þetta í dóm- inum: 4 Alþt. A 1994 (þskj. 389), bls. 2070 og áfram. Einkum er vísað til greinargerðar í heild. Ennfrem- ur Björg Thorarensen: „Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjórnarskrá og alþjóðasamningum“ (2002), einkum bls. 83-85. 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.