Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 81
en álykta má af dóminum að stjómarskráin veiti í raun betri vemd en 10. gr. MSE að þessu leyti og tilvísun til skýringar á 10. gr. ætti því að vera óþörf.69 7. NIÐURSTÖÐUR í grein þessari hefur verið könnuð þróun íslensks réttar varðandi stjórnskipu- lega vemd tjáningarfrelsis og lagt mat á þátt 10. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu í þeirri þróun. Verða hér dregnar saman í stuttu máli nokkrar ályktanir sem leiddar hafa verið af dómaframkvæmdinni á þessu sviði. Þrátt fyrir aðild íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu frá árinu 1953 er ljóst að áhrif 10. gr. hans um vemd skoðana- og tjáningarfrelsis vom engin fyrstu áratugina en það sama gilti um áhrif sáttmálans almennt á íslenskan rétt. A fyrstu áratugunum frá því að Island varð aðili að sáttmálanum reyndi sjaldan á prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnar í dómsmálum og því síður kom 10. gr. MSE nokkru sinni til álita. Út frá orðanna hljóðan og upphaflegu markmiði prentfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar var vernd þess í fræðunum almennt talin bundin við prentað mál en ekki aðra tjáningarhætti. Því var þó aldrei slegið föstu í dómum Hæstaréttar og finna mátti rökstuðning í héraðsdómum um að ákvæðið verndaði hið talaða orð, t.d. í héraðsdómi með H 1975 578 (lögbann við sjónvarpsþætti). Skilyrði efnislegra takmarkana á prentfrelsinu voru ekki tí- unduð í stjómarskrárákvæðinu og fágætt var að lögbundnar eftirfarandi tak- markanir eins og refsiákvæði vegna meiðyrða væru skýrð í ljósi prentfrelsis- ákvæðisins. Þess mátti þó finna dæmi í málum, einkum rökstuðning í héraðs- dómum í meiðyrðamálum sem spruttu af stjómmálaumræðum og í lögbanns- málum vegna fjölmiðlaumfjöllunar um einkamálefni. Greina máfjóm ákveðna orsakavalda fyrir því að áhrif 10. gr. MSE á vernd tjáningarfrelsis að íslenskum rétti komu í ljós á tíunda áratugnum og hafa síðan orðið umtalsverð. Þessir áhrifavaldar em nátengdir og samtvinnaðir og leiddi í raun einn af öðrum í ákveðnu orsakasamhengi. Fyrst ber að líta til dóms Hæsta- réttar í H 1990 2 (sjálfstæði og hæfi héraðsdómara) þar sem tekin var stefnu- markandi ákvörðun um áhrif 6. gr. MSE við skýringu íslenskra laga. Eftir það hófu íslenskir dómstólar að vísa í ríkara mæli en áður til sáttmálans við skýr- ingu laga, einkum til 6. gr. varðandi réttarfarslög en einnig 10. gr. til skýringar varðandi beitingu lögbundinna takmarkana á tjáningarfrelsinu, t.d. H 1992 401 (ummæli um staðarhaldara í Viðey). Annar mikilvægur orsakavaldur til aukinna áhrifa 10. gr. MSE á vemd tján- 69 Þess má geta að í tillögu sem liggur fyrir norska Stórþinginu um nýtt tjáningarfrelsisákvæði í 100. gr. norsku stjómarskrárinnar er kveðið á um upplýsingarétt almennings, en 5. mgr. ákvæðisins er svohljóðandi: „Enhver har Ret til Indsyn i Statens og Kommunernes Acter og til at fplge Forhandlingerne i Retsmpder og folkevalgte Organer. Loven kan kun sætte slige klarlig definerede Grændser for denne Ret, hvor Særlig tungtveiende Hensyn gjpre dette npdvendigt". Fjallað er um sjónarmið að baki þessu ákvæði í ítarlegri skýrslu um tillögu að nýju tjáningarfrelsisákvæði í NOU 1999:27: Ytringsfrihed bpr ftnde sted, einkum bls. 247-249. 415
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.