Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 57
kæmu til álita. Jafnframt var áréttað að ekki væri hægt að gera kröfu til þess að sýna þyrfti fram á sannleiksgildi ummæla sem fælu í sér gildisdóma um til- teknar staðreyndir.35 I þessu máli var, líkt og í Lingens málinu, lögð sérstök áhersla á mikilvægi frjálsrar stjómmálaumræðu og frelsi til að halda uppi gagn- rýni varðandi umdeild pólitísk málefni. í máli Castells gegn Spáni frá 1992 kom til úrlausnar dómstólsins kæra vegna refsidóms sem sneri að harkalegum ummælum í garð ríkisstjórnar Spánar sem fólu m.a. í sér ásakanir um ábyrgð hennar á hryðjuverkastarfsemi Baska. Hér kom fram í rökstuðningi dómstólsins að mörk leyfilegrar gagnrýni í garð sitj- andi ríkisstjómar væru jafnvel enn rýmri heldur en ætti við um stjómmálamenn. Eins taldi dómstóllinn það hafa brotið gegn rétti kæranda að honum hafði verið meinað að leggja fram gögn við meðferð meiðyrðamálsins fyrir dómstólum innanlands til að sýna fram á sannleiksgildi orða sinna.36 Á árinu 1992 gekk dómur mannréttindadómstólsins í máli Þorgeirs Þorgeir- sonar gegn íslandi en helsta kæruefnið var sakfelling hans í refsimáli í H 1987 1280, sem rakið var í 2. kafla að framan, vegna blaðaskrifa hans með ádeilu á lögregluofbeldi.37 í dóminum var fallist á að skýr lagaheimild hefði verið til takmörkunar og markmið hennar hefði verið að vemda réttindi annarra, sbr. 2. mgr. 10. gr. MSE. Úrslitum réði þó mat dómsins um það hvort takmörkunin hefði verið nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Dómurinn er stefnumótandi for- dæmi dómstólsins um rýmri vemd tjáningarfrelsis í umræðu sem lýtur að stofn- unum þjóðfélagsins og almannahagsmunum. Var þar slegið föstu að við mat á takmörkunum á tjáningarfrelsinu væri ekki gerður greinarmunur á stjórnmála- umrœðu og umrœðu um önnur málefni sem varða almenning. Dómstóllinn tók undir sjónarmið Þorgeirs um að tilgangur með blaðaskrifum hans hefði verið að hvetja dómsmálaráðherra til að skipa sjálfstæða og óvilhalla nefnd til að rannsaka kvartanir um ofbeldi af hálfu lögreglu. Segir síðan í dóminum: Efni greinanna vaiðaði, svo sem reyndar var óumdeilt, málefni sem varðar almenning mjög miklu. Það er rétt, að í báðum greinunum var tekið afar sterklega til orða. Þrátt fyrir það telur dómstóllinn að þegar hliðsjón var höfð af tilgangi þeirra og þeim áhrifum sem þeim var ætlað að ná verði ekki talið að það orðfæri sem notað var hafi keyrt úr hófi fram. Að síðustu telur dómurinn að sakfellingin og refsingin hafi verið til þess fallin að draga úr opinni umræðu um málefni er varða almannahag. Með hliðsjón af framanskráðu hefur dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að þær 35 Dómur MDE í máli Oberschlick gegn Austurríki frá 23. maí 1991, 63. mgr. 36 Dómur MDE í máli Castells gegn Spáni frá 23. apríl 1992, 48. mgr. 37 Dómur MDE frá 25. júní 1992 í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslandi. Þorgeir kærði einnig að brotið hefði verið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í refsimálinu samkvæmt 6. gr. MSE þar sem saksóknari hefði verið fjarstaddur þinghald í nokkur skipti er mál hans var tekið fyrir í héraðsdómi. Féllst mannréttindadómstóllinn ekki á það en taldi að við þau þinghöld þar sem ekki var mætt hafi ekki verið til umfjöllunar efnisatriði málsins að neinu leyti. 391
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.