Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 64
af lögfestingu sáttmálans á vernd tjáningarfrelsis til frambúðar þar sem breyt- ingar á stjórnarskránni urðu til þess að staða ákvæða sáttmálans sem almennra laga hefur minna sjálfstætt gildi. 5. RÖKSEMDIR AÐ BAKI STJÓRNARSKRÁRBREYTINGUM OG AFSTAÐA STJÓRNARSKRÁRGJAFANS TIL NÝS TJÁNINGARFRELSISÁKVÆÐIS 5.1 Rök með breytingum á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og áhrif 10. gr. MSE á nýtt tjáningarfrelsisákvæði hennar Breytingamar á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar árið 1995 voru rök- rétt framhald af lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu árið áður og til þess fallnar að festa áhrif hans í sessi og í raun fella réttindi sem hann vemdar undir vernd stjórnarskrárinnar. Þessa ályktun má draga af athugasemdum með frum- varpi til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 en þar kemur fram að það var meðal meginmarkmiða þess að tengja efni og framsetningu mannréttindaákvæða stjómarskrárinnar við helstu alþjóðlegu mannréttindasamninga sem ísland var aðili að. Er þar einnig tekið fram að lögfesting sáttmálans hafi ekki verið hugs- uð sem framtíðarlausn, þótt hún hefði þau óbeinu áhrif að ríkari tilhneiging yrði en áður til að beita rúmri skýringu á stjórnarskránni til samræmis við sáttmál- ann, enda væru stjómarskrárákvæðin fáorð og komin til ára sinna.48 í athuga- semdum við einstaka ákvæði frumvarpsins er að jafnaði vísað til samsvarandi ákvæða alþjóðasamninga, þar sem það á við, til skýringar á efnisinntaki grein- anna. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi í ljósi þess að réttindi sem stjórnarskráin verndar eru einkum af þeim meiði. Einnig er vísað til alþjóðaskuldbindinga um félagsleg réttindi, bæði Félagsmálasáttmála Evrópu frá 1961 og alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi til skýringar ákvæðum um slík réttindi, sbr. 74. og 75. gr. stjskr. Með stjómarskipunarlögum nr. 97/1995 urðu veigamiklar breytingar á mann- réttindaákvæðunum, mörgum nýjum ákvæðum var bætt inn í stjórnarskrána og flest eldri ákvæðin sem þar stóðu voru umorðuð og færð til nútímahorfs og rýmkuð verulega. Ný 73. gr. leysti af hólmi prentfrelsisákvæðið í 72. gr., en í hinu nýja ákvæði er mælt fyrir um vemd bæði skoðana- og tjáningarfrelsis í víðu samhengi auk þess sem nú er mælt fyrir um ástæður sem heimilað getað takmarkanir á tjáningarfrelsinu. Er 73. gr. svohljóðandi: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis 48 Alþt. 1994-1995, A-deild, bls. 2080. 398
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.