Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 59
en margt hefur verið ritað og rætt um það álitaefni.40 Tekið er undir þá skoðun að Hæstiréttur hafi talið sig knúinn til að breyta fyrri skýringu sinni á ákvæðum réttarfarslaga vegna þeirra aðstæðna sem skapast höfðu vegna kærumála til Mannréttindanefndar Evrópu og að skýra þyrfti íslensk lög til samræmis við álit hennar. Að öðrum kosti blasti við að þessu máli og öðrum sambærilegum mál- um yrði unnt að skjóta til nefndarinnar sem teldi brotið gegn ákvæðum sátt- málans og hefði við það skapast mikið óvissuástand við réttarvörslu í umdæm- um utan Reykjavíkur.41 Með þessum dómi voru áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu við skýringu ís- lenskra laga staðfest á afgerandi hátt og einnig það að hann markaði upphaf nýrrar þróunar að því leyti, ekki aðeins á sviði réttarfars heldur einnig á öllum öðrum sviðum réttarins. 4.2 Fyrstu merkin um áhrif 10. gr. MSE við skýringu íslenskra laga og áhrif dóms mannréttindadómstólsins í máli Þorgeirs Þorgeirsonar Tilvísun til Mannréttindasáttmála Evrópu í dómsmáli um vernd tjáningar- frelsis að íslenskum rétti virðist fyrst mega finna í H 1992 401. í málinu var blaðamaður ákærður fyrir brot á 108. gr. alm. hgl. vegna greinarskrifa í dagblað þar sem hann gagnrýndi framkvæmdir í Viðeyjarkirkjugarði með hörðum um- mælum um prest og staðarhaldara í Viðey. I rökstuðningi Hæstaréttar komu fram í fyrsta skipti ummæli þess efnis að við skýringu á 108. gr. alm. hgl. bæri samkvæmt almennum lögskýringarreglum að hafa hliðsjón af 72. gr. stjómar- skrárinnar. Segir síðan í dóminum: Þessi lagaákvæði bæði ber og að skýra með tilliti til þeirra skuldbindinga um vernd æru, persónu- og tjáningarfrelsis í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, sem íslenska ríkið hefur fullgilt. Er þar að geta Mannréttindasáttmála Evrópu, sem birtur var með auglýsingu nr. 11/1954 og Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem gerður var á vegum Sameinuðu þjóðanna og birtur með auglýsingu nr. 10/1979. Þessi lögskýring kom þó ekki í veg fyrir að refsað yrði vegna ummæla um staðarhaldara í Viðey á grundvelli þágildandi 108. gr. alm.hgl., sem veitti opinberum starfsmönnum sérstaka æruvernd eins og áður var rakið. Aðeins nokkrum mánuðum síðar, eða þann 25. júní 1992, gekk áfellisdómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslandi, þar sem sakfelling og refsing Þorgeirs fyrir brot á sama lagaákvæði var talin brjóta 40 f riti Davíðs Þórs Björgvinssonar: Þjóðaréttur og landsréttur, bls. 56-66, eru reifuð ýmis fræðiskrif og skoðanaskipti um ályktanir sem draga má af H 1990 2 varðandi stöðu sáttmálans að íslenskum rétti. Sbr. einnig Jón Steinar Gunnlaugsson: Um fordæmi og valdmörk dómstóla, bls. 107-114. 41 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. íslensk lög og lagaframkvæmd í ljósi 1. og 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, bls. 17. 393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.