Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 59
en margt hefur verið ritað og rætt um það álitaefni.40 Tekið er undir þá skoðun
að Hæstiréttur hafi talið sig knúinn til að breyta fyrri skýringu sinni á ákvæðum
réttarfarslaga vegna þeirra aðstæðna sem skapast höfðu vegna kærumála til
Mannréttindanefndar Evrópu og að skýra þyrfti íslensk lög til samræmis við álit
hennar. Að öðrum kosti blasti við að þessu máli og öðrum sambærilegum mál-
um yrði unnt að skjóta til nefndarinnar sem teldi brotið gegn ákvæðum sátt-
málans og hefði við það skapast mikið óvissuástand við réttarvörslu í umdæm-
um utan Reykjavíkur.41
Með þessum dómi voru áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu við skýringu ís-
lenskra laga staðfest á afgerandi hátt og einnig það að hann markaði upphaf
nýrrar þróunar að því leyti, ekki aðeins á sviði réttarfars heldur einnig á öllum
öðrum sviðum réttarins.
4.2 Fyrstu merkin um áhrif 10. gr. MSE við skýringu íslenskra laga og
áhrif dóms mannréttindadómstólsins í máli Þorgeirs Þorgeirsonar
Tilvísun til Mannréttindasáttmála Evrópu í dómsmáli um vernd tjáningar-
frelsis að íslenskum rétti virðist fyrst mega finna í H 1992 401. í málinu var
blaðamaður ákærður fyrir brot á 108. gr. alm. hgl. vegna greinarskrifa í dagblað
þar sem hann gagnrýndi framkvæmdir í Viðeyjarkirkjugarði með hörðum um-
mælum um prest og staðarhaldara í Viðey. I rökstuðningi Hæstaréttar komu
fram í fyrsta skipti ummæli þess efnis að við skýringu á 108. gr. alm. hgl. bæri
samkvæmt almennum lögskýringarreglum að hafa hliðsjón af 72. gr. stjómar-
skrárinnar. Segir síðan í dóminum:
Þessi lagaákvæði bæði ber og að skýra með tilliti til þeirra skuldbindinga um vernd
æru, persónu- og tjáningarfrelsis í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, sem íslenska
ríkið hefur fullgilt. Er þar að geta Mannréttindasáttmála Evrópu, sem birtur var með
auglýsingu nr. 11/1954 og Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi,
sem gerður var á vegum Sameinuðu þjóðanna og birtur með auglýsingu nr. 10/1979.
Þessi lögskýring kom þó ekki í veg fyrir að refsað yrði vegna ummæla um
staðarhaldara í Viðey á grundvelli þágildandi 108. gr. alm.hgl., sem veitti
opinberum starfsmönnum sérstaka æruvernd eins og áður var rakið.
Aðeins nokkrum mánuðum síðar, eða þann 25. júní 1992, gekk áfellisdómur
Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslandi, þar
sem sakfelling og refsing Þorgeirs fyrir brot á sama lagaákvæði var talin brjóta
40 f riti Davíðs Þórs Björgvinssonar: Þjóðaréttur og landsréttur, bls. 56-66, eru reifuð ýmis
fræðiskrif og skoðanaskipti um ályktanir sem draga má af H 1990 2 varðandi stöðu sáttmálans að
íslenskum rétti. Sbr. einnig Jón Steinar Gunnlaugsson: Um fordæmi og valdmörk dómstóla, bls.
107-114.
41 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. íslensk lög og lagaframkvæmd í ljósi 1. og
3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, bls. 17.
393