Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 31
skilja þetta svo að hann sé meðal þeirra sem átt er við. Hér er ástæða til að vekja athygli á að samkvæmt beinu orðalagi dómsins er alþjóðasamningum, þ.m.t. Mannréttindasáttmála Evrópu, skipað á bekk með ákvæðum stjómarskrárinnar og af þeim leiddar kröfur um efni lagasetningar með hliðstæðum hætti og af stjómarskránni sjálfri. Að svo miklu leyti sem hér er vísað til Mannréttindasátt- mála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, er ljóst að hann er settur skör hærra en lög nr. 80/1995, þar sem þau eru talin uppfylla þær kröfur sem í sáttmálanum, og þ.m.t. lögunum sem lögfesta hann, em taldar felast. Virðist það ekki hafa þýðingu við mat á samræmi lagabálkanna að lög nr. 80/1995 eru yngri og hefðu þar með á grundvelli hefðbundinna sjónarmiða átt að ganga framar lögum nr. 62/1994. Vert er að benda á það álitamál hvort rétt væri að flokka dóminn meðal þeirra sem raktir era í næsta kafla (4.5).20 4.5 Beiting msel. við mat á því hvort almenn lög samrýmist stjórnar- skránni I fimmta lagi ber að nefna dóma þar sem ákvæðum laga nr. 62/1994 (mann- réttindasáttmálans) er beitt ásamt ákvæði stjómarskrár við mat á því hvort lög samrýmist stjórnarskránni. Má þar fyrst nefna H 1996 2553. Pósti og síma var með vísan til b-liðar 86. gr. og 1. og 2. mgr. 87. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 19/1991 heimilað að veita lögreglu upplýsingar um símtöl úr tilteknu GSM-farsímanúmeri. Ekki var talið að skráningin sem slík væri andstæð ákvæðum laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. f dómi Hæstaréttar segir: „Krafa sóknaraðila á sér stoð í fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 19/1991, sem hvorki eru andstæð stjómarskránni, svo sem henni var breytt með 9. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, né 8. gr. samnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu“. I dóminum er 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmálans beitt saman. Orðalag dómsins gefur til kynna að prófað sé með sama eða hlið- stæðum hætti hvort umrædd ákvæði laga um meðferð opinberra mála samrým- ist annars vegar 71. gr. stjómarskrárinnar og hins vegar 8. gr. mannréttindasátt- 20 Til hliðsjónar má einnig benda á H 1995 3149. Togari var tekinn á ólöglegum veiðum innan ís- lenskrar Iandhelgi, en skipstjórinn var sofandi í káetu. Reyndi á það hvort skipstjóri bæri hlutlæga refsiábyrgð á brotinu. í héraðsdómi var hann sýknaður, m.a. með vísan til 2. tl. 6. gr. og 1. tl. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til fyrri málsliðar 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, en vísar ekki sérstaklega til nefndra ákvæða sáttmálans. í öðrum dómum hefur ákvæði stjómarskrár verið beitt með mannréttindasáttmálanum við svipaðar aðstæður. Ekki er ljóst hvaða reglu Hæstiréttur beitir varðandi tilvísanir til sáttmálans. Ennfremur má benda á dóm Hæstaréttar íslands frá 27. janúar 2000 í máli nr. 442/1999, þar sem fram kemur, að virtum fyrri málslið 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944 og fyrri málslið 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, að refsiábyrgð verði aðeins byggð á sök brotamanns og undantekn- ingar þar frá verði að vera skýrt orðaðar í lögum. Til hliðsjónar H 1970 212 sem reifaður er í kafla (IV) 5.4. Sjá einnig Jónatan Þórmundsson: „Afbrigðileg refsiábyrgð" (2001), bls. 247-274. 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.