Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 56
gengu á seinni hluta níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda og fjölluðu um áhrif 10. gr. MSE í meiðyrðamálum Þessir dómar lögðu grunninn að umfangs- mikilli dómaframkvæmd um mat dómstólsins á þessu sviði, einkum um eðli þeirra ummæla sem refsað er fyrir og um rýmri mörk tjáningarfrelsis á sviði opinberrar stjórnmálaumræðu og umræðu um þjóðfélagslega hagsmuni. í máli Lingens gegn Austurríki frá 1986 var kærandi ritstjóri tímarits sem hafði verið dæmdur til refsingar í meiðyrðamáli fyrir austurrískum dómstólum vegna ummæla og harðrar gagnrýni í blaðagreinum um kanslara Austurríkis. Lagði dómstóllinn þar ríka áherslu á þær aðstæður þar sem greinamar hefðu komið fram og efni þeirra, þ.e í kjölfar kosninga og þær fjölluðu um umdeild pólitísk mál. Það varð niðurstaða málsins að refsing bryti gegn 10. gr. MSE þar sem hún væri ekki nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Við mat á því hvort gengið hefði verið of langt til skerðingar á tjáningarfrelsi lagði dómstóllinn til grund- vallar greinarmun sem gera þyrfti á því hvort ummæli vörðuðu staðreyndir eða gildisdóma: In the Court's view, a careful distinction needs to be made between facts and value- judgments. The existence offacts can be demonstrated, whereas the truth ofvalue- judgments is not susceptible of proof. The Court notes in this connection that the facts on which Mr. Lingens founded his value-judgment were undisputed, as was also his good faith [...] Under paragraph 3 of Article 111 of the Criminal Code, read in conjunction with paragraph 2, joumalists in a case such as this cannot escape conviction for the matters specified in paragraph 1 unless they can prove the truth of their statements As regards value-judgments this requirement is impossible of fulfilment and it infringes freedom of opinion itself, which is a fundamental part of the right secured by Article 10 (art. 10) of the Convention.33 Þremur árum síðar fékk dómstóllinn til úrlausnar mál Barfod gegn Danmörku þar sem kærandi hafði verið dæmdur fyrir meiðyrði í garð tveggja dómara vegna ummæla hans sem birst höfðu í blaðagrein með yfirlýsingum um vanhæfi þeirra í máli sem þeir höfðu dæmt í. Mannréttindadómstóllinn taldi að jafnvel þótt umræddur dómur varðaði umdeilda skattlagningu væru ummæli kæranda, sem lutu að persónulegu hæfi dómaranna tveggja og til þess fallin að draga úr traust almennings á störfum þeirra, ekki þáttur í opinberri eða stjórnmálalegri umræðu sem nyti sérstakrar verndar 10. gr.34 í máli Oberschlick gegn Austurríki frá 1991 var kærandinn blaðamaður sem var dæmdur til refsingar í meiðyrðamáli vegna blaðaskrifa um stjórnmálamann með harðri gagnrýni sem laut m.a. að stefnumálum tiltekins stjómmálaflokks. I dóminum staðfesti dómstóllinn fyrri framkvæmd sína varðandi greinarmun sem gera þyrfti á staðreyndum og gildisdómum þegar takmarkanir á tjáningarfrelsi 33 Dómur MDE í máli Lingens gegn Austurríki frá 8. júlí 1986, 46. mgr. 34 Dómur MDE í máli Baifod gegn Danmörku frá 22. febrúar 1989, 35. mgr. 390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.