Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 58
röksemdir sem ríkið hefur fært fram nægi ekki til að sýna fram á, að sú takmörkun sem kært var vegna hafi hæft því réttmæta markmiði sem sóst var eftir. Takmörkunin var því ekki nauðsynleg í lýðfrjálsu þjóðfélagi.38 Meðal umfjöllunarefna í blaðagreinunum var frásögn Þorgeirs af ungum manni sem hann hefði hitt á sjúkrahúsi, slasaðan eftir lögregluofbeldi. Taldi dómstóllinn að ekki væri sýnt fram á að saga þessi væri með öllu ósönn og ein- ungis tilbúningur. Kærandi væri í umfjöllun sinni í raun að skýra frá því sem aðrir sögðu um ofbeldi af hálfu lögreglu. Segir síðan í 65. mgr. dómsins: Dómstóllinn telur að að því marki sem ætlast var til að kærandi sýndi fram á sannleiksgildi orða sinna var verið að gera til hans óhæfilega strangar kröfur, eða jafnvel kröfur sem ógerlegt var að uppfylla. Af þessu er ljóst að við mat á sannleiksgildi ummæla Þorgeirs féllst mannrétt- indadómstóllinn ekki á þau rök íslenska ríkisins að orð kæranda í greinum hans hefðu ekki verið byggð á hlutlægum grunni og skorti stoð í raunveruleikanum. 4. AÐDRAGANDI OG ÁSTÆÐUR AUKINNA ÁHRIFA 10. GR. MSE í ÍSLENSKUM RÉTTI 4.1 Straumhvörf varðandi stöðu sáttmálans við skýringu íslenskra laga Dómur Hæstaréttar í H 1990 2 markaði ákveðin tímamót varðandi stöðu og áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á íslenskan rétt. í dóminum breytti Hæsti- réttur fyrri túlkun sinni á ákvæðum 7. tölul. 36. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði um hæfi dómara og taldi að það væri ekki næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum í opinberu máli þegar sami maður ynni bæði að þeim og lögreglustjóm. Var niðurstaða þessi fengin með vísan til meginreglna stjóm- arskrárinnar um þrískiptingu nkisvaldsins og að sérstakir dómarar færu með dómsvaldið en jafnframt til þess að ísland hefði að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða Mannréttindasáttmála Evrópu. Alþingi hefði sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem taka ættu gildi 1. júlí 1992. Loks var á það bent að Mannréttindanefnd Evrópu hefði ályktað í máli Jóns Kristinsson- ar að meðferð í máli hans hefði ekki verið í samræmi við 1. mgr. 6. gr. MSE og vísað til sáttar sem gerð var í málinu fyrir mannréttindadómstólnum.39 Niður- staðan fól í sér skýrt fráhvarf frá fyrri fordæmum réttarins um sama álitamál í H 1985 1290 og H 1987 356 sem lýst var í 2. kafla að framan. Ekki verður hér fjölyrt um það hvernig eða hvort þessi dómur umbreytti í einu vetfangi stöðu mannréttindasáttmálans sem réttarheimildar að íslenskum rétti, 38 67.- 69. mgr. Hér er byggt á opinberri íslenskri þýðingu dómsins. 39 Skýrsla Mannréttindanefndar Evrópu í máli Jóns Krístinssonar gegn íslandi frá 8. mars 1989 (mál nr. 12170/86) og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 1. mars 1990 þar sem málinu var lokið með sátt. 392 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.